Birg­ir Ár­manns­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­set­i Al­þing­is, frest­að­i upp­haf­i þings í morg­un um fimm­tán mín­út­ur vegn­a fund­a flokk­a á þing­i. Á dag­skrá þings­ins í dag eru alls 42 mál sem þarf að ljúk­a áður en hægt að taka hlé á störf­um þings­ins í sum­ar.

„Það voru ein­hverj­ir þing­flokk­ar enn að fund­a og ég fékk beiðn­i um að frest­a at­kvæð­a­greiðsl­unn­i um kort­er,“ seg­ir Birg­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið en fyrst­a mál á dag­skrá þings­ins í dag var at­kvæð­a­greiðsl­a um á­ætl­un um vernd og ork­u­nýt­ing­u land­svæð­a, eða rammaáætlun, en töl­u­vert hef­ur ver­ið deilt um mál­ið und­an­farn­a daga.

Spurð­ur hvort að um­ræð­ur þing­flokk­ann­a hafi tengst því seg­ir Birg­ir að hann telj­i að um­ræð­ur flokk­ann­a teng­ist öll­um þeim mál­um sem á eft­ir að ræða á þing­i í dag, en eins og fyrr seg­ir er dag­skrá­in nokk­uð löng og því mik­ið að ræða. Undan­farn­a daga hef­ur þing stað­ið fram yfir mið­nætt­i.

„Ég held að það sé að­al­leg­a tengt því að það eru mjög mörg mál sem eru að koma til at­kvæð­a núna og þing­flokk­ar þurf­a oft að tala sig sam­an að­eins en að henn­i kem­ur,“ seg­ir Birg­ir

Ger­irð­u ráð fyr­ir því að þið klár­ið í dag?

„Við skul­um orða það þann­ig að það er enn mög­u­legt að við klár­um í kvöld eða nótt, en það get­ur líka far­ið inn á morgun­daginn. Það er mik­ið eft­ir en það er ekk­ert ó­ger­legt í því sam­band­i,“ seg­ir Birg­ir.

Þing er nú hafið og er hægt að fylgjast með hér á vef Alþingis.