Þann 6. ágúst sl. til­kynntu Lyfja­stofnun og em­bætti land­læknis um að á­kveðið hafi verið að kalla til ó­háða aðila til að rann­saka gaum­gæfi­lega þau til­felli sem varða röskun á tíða­hring kvenna í kjöl­far bólu­setningar gegn CO­VID-19 og hafa verið til­kynnt til Lyfja­stofnunar.

Mark­mið rann­sóknarinnar er að leita skýringa á or­sökum og veita þeim konum sem um ræðir stuðning og við­eig­andi ráð. Nefndin hefur ný­verið skilað niður­stöðum til Lyfja­stofnunar og em­bættis land­læknis.

Sam­kvæmt nefndinni er ekki hægt að úti­loka að bólu­setning hafi raskað tíða­hring kvenna í nokkrum til­fellum.

„Nefndin telur að í nokkrum til­vikum er varðar blæðingar í kringum tíða­hvörf og hluta til­vika ó­reglu­legra/lang­varandi blæðinga sé ekki með ó­yggjandi hætti hægt að úti­loka tengsl við bólu­setningu. Af þeim voru tvær til­kynningar tengdar blæðingum í kringum tíða­hvörf og fimm vörðuðu ó­reglu­legar og/eða lang­varandi blæðingar,“ segir í niður­stöðu­kafla skýrslunnar.

Þörf á frekari rann­sókn

Nefndin á­réttar að í öllum til­vikum þyrfti frekari at­hugun og rann­sókn læknis að eiga sér stað til að úti­loka þekktar á­stæður slíkra ein­kenna. Þá sé mjög erfitt að meta slík tengsl þar sem ekki liggja fyrir far­alds­fræði­legar upp­lýsingar um sam­bæri­leg ein­kenni í þýðinu. Nefndin telur ó­lík­legt að or­saka­sam­hengi sé á milli þessara fimm til­kynninga um al­var­legar auka­verkanir og bólu­setningar.

Í niður­stöðum nefndarinnar er ítar­lega farið yfir fyrir­liggjandi þekkingu úr rann­sóknum á á­hrif CO­VID-19 sýkingar á sega­myndun (myndun blóð­tappa) og sega­myndun í kjöl­far bólu­setningar gegn CO­VID-19. Niður­staðan er sú að á­hætta fyrir sega­myndun er marg­falt meiri hjá þeim sem sýkjast af CO­VID-19 og að á­vinningur bólu­setninga um­fram á­hættu sé aug­ljós eins og al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin (WHO) hefur í­trekað bent á.

Þá var skoðuð hætta á aukinni blæðinga­til­hneigingu. Fram kemur að sýnt hefur verið fram á mjög vægt aukna á­hættu tengda bólu­setningum gegn CO­VID-19 og myndunar eða versnunar á sjálf­sof­næmis­sjúk­dómi s.k. sjálf­vakinni blóð­flögu­fæð.

Þessi sjúk­dómur getur valdið auknum tíða­blæðingum en yfir­leitt líka öðrum blæðingum s.s. nef­blæðingum. Við ítar­lega yfir­ferð nefndarinnar á öllum til­kynningum tengdum blæðingum fundust engin tengsl við ofan­greinda þekkta auka­verkun.

Nefndin segir niður­stöður ný­lega birtrar ítar­legrar saman­tektar á á­hættu á blóð­flögu­fæð, blóð­sega­myndunar í tengslum við bólu­setningu saman­borið við CO­VID-19 vera sláandi.

Hægt er að lesa niður­stöðurnar í heild á vef Lyfja­stofnunar.