Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, telur það vera gleði­efni að allir sem greinst hafa með Co­vid-19 síðast­liðna fjóra daga hafi verið í sótt­kví. Einungis tvö innan­lands­smit greindust síðast­liðinn sólar­hring og fer smitum fækkandi milli daga.

„Ég held að það er góð von um að við séum búin að ná utan um þessar hóp­sýkingar sem við höfum verið að eiga við núna að undan­förnu,“ segir Þór­ólfur. Fáir greinist nú á hverjum degi og ekki sé mikið um inn­lagnir á sjúkra­hús.

Þór­ólfur tekur þó fram að alltaf getu eitt­hvað komið upp aftur. „Sér­stak­lega þegar við erum að slaka á núna innan­lands.“ Nú­gildandi reglu­gerð er gildandi til 26. maí næst­komandi og segir Þór­ólfur að næstu dagar komi til með að á­kvarða hvort hægt verði að boða frekari til­slakanir.

Haldist á­standið ó­breytt vonast Þór­ólfur þó til að frekari af­léttingar taki gildi í næstu viku. „Ég vona að við getum haldið á­fram á þessar braut. Það væri æski­legt.“

Hluti þeirra af­léttinga sem til standa á næstunni snýr að opnunar­tíma skemmti­staða sem eru nú opnir til klukkan ellefu á kvöldin. Þór­ólfur segir það þó enn vera of snemmt að segja til um hve­nær fólk geti farið að dansa fram á rauða nótt.

Lauslátir kyssist og knúsist á djamminu

En má kyssa og knúsa ó­kunnuga sam­kvæmt nú­gildandi reglu­gerð?

„Það fer bara al­ger­lega eftir því hvað maður er laus­látur,“ segir Þór­ólfur léttur í lund.

En fyrir kunningja er leyfi til að knúsa þá?

„Þær reglur sem eru í gangi núna eru að við erum með tveggja metra nándar­reglu og við erum að biðja fólk um að passa sig. En hver og einn verður að meta hvernig að hann vill nálgast aðra.“ Aðrar reglur gildi um nánasta hring fólks. „En maður er nú kannski að fara var­lega í ó­kunnuga.“

Þannig ein­hleypir á djamminu þurfa að gæta sín?

„Já, þeir ættu að fara var­lega í þessu sem öðru.“

Einhleypir fá ekki forgang í bólusetningu

Að­spurður hvort ein­hleypir komi til með að fá for­gang í bólu­setningu segir Þór­ólfur það ekki hafa komið til tals. Þau sem búa ein eru í aukinni á­hættu á að ein­angrast í far­aldrinum en Þór­ólfur telur að erfitt yrði að út­færa slíkan for­gangs­hóp.

„Það yrði mjög erfitt í fram­kvæmd og það yrði flókið að að­greina þá sem eru í sam­bandi og þá sem eru það ekki. Það býður upp á alls­konar vanda­mál í út­færslunni,“ í­trekar Þór­ólfur og spyr hver skil­greining á ein­hleypu sé. „Hvað er að vera ein­hleypur, fólk getur verið í sam­böndum, eða stefnu­mótum og alla vega.“

Þór­ólfur hvetur fólk á­fram til að huga að sótt­vörnum á næstu dögum þrátt fyrir að á­standið sé ró­legt. „Haldi al­menningur á­fram að fylgja sótt­varna­reglum og gæta sín verður lík­legra að hægt verði að leggjast í til­slakanir á næstunni.“