Lisa Mari­e Presl­ey, söng­konan og dóttir rokk­kóngsins Elvis Presl­ey, lést á fimmtudag á sjúkra­húsi í Kali­forníu. Hún var eini erfingi Graceland, eins frægasta hús Banda­ríkjanna þar sem faðir hennar bjó þar til hann féll frá árið 1977.

Elvis keypti Graceland í mars 1957 fyrir sjálfan sig, for­eldra sína og ömmu. Hann greiddi rúm­lega 100 þúsund Banda­ríkja­dali fyrir húsið og bjó öll fjöl­skyldan þar næstu 20 árin.

Eftir að Elvis dó erfðu faðir hans Vern­on, amma hans Minni­e Mae og Lisa Mari­e húsið. Vern­on og Minni­e létust árið 1979 og 1980 og var þá Lisa eini erfingi hússins. Árið 1982 var svo á­kveðið að breyta Graceland í safn.

Lisa var að­eins níu ára gömul þegar faðir henndar dó en árið 1993 tók hún við sem eig­andi Graceland á 25 ára af­mælis­deginum sínum. Safnið hafði þá verið starf­rækt í tæpan ára­tug og var virði Graceland í kringum 100 milljónir Banda­ríkja­dali.

Fjórir skilnaðir að baki

Lisa hafði fyrir andlát sitt staðið í erfiðum skilnaði við fjórða eigin­mann sinn, Michael Lockwood og krafðist hann meðal annars um mánaðar­legar með­lags­greiðslur upp á 40 þúsund Banda­ríkja­dali. Michael hélt því þó fram að Lisa ætti mun meiri pening en hún gaf fram í laga­skjölum.

Hún hafði einnig verið gift Michael Jack­son, Danny Keough og Nicolas Cage og á einum tíma­punkti sagðist hún hafa skuldað 16 milljónir Banda­ríkja­dali. Árið 2003 réð hún Barry Si­egel til að stjórna fjár­málum hennar og tveimur árum seinna seldi hann 85 prósenta hlut hennar í Elvis Presl­ey Enterprises.

Lisa skilur eftir sig þrjú börn og er búist við því að þau muni taka við sem erfingjar Graceland. Hollywood stjarnan Ril­ey Keough, sem er 33 ára og 14 ára tví­bura­dætur hennar Harper Vivienne og Finl­ey.

Lisa átti upp­runa­lega fjögur börn en sonur hennar Benja­mín framdi sjálfs­víg árið 2020, þá að­eins 27 ára gamall.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið er allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Píeta samtökunum.