Dómsmálaráðuneytið hefur ekki ákveðið hvaðan rafvarnarvopn verða keypt en það er búin að gera lauslega kostnaðaráætlun vegna málsins.

„Ekki liggur fyrir hvaðan rafvarnarvopn verða keypt.“

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins stuttu eftir að fregnir bárust af því að dómsmálaráðuneytið hygðist heimila lögreglunni að nota rafbyssur.

„Lausleg kostnaðaráætlun var gerð en vegna viðskiptahagsmuna í hugsanlegu komandi útboði er ekki hægt að greina nánar frá því,“ kom fram í svari ráðuneytisins um kostnað þess að rafbyssuvæða lögregluna á Íslandi.

Fréttablaðið sendi inn fyrirspurn hvort að það væri búið að ákveða hvaða rafbyssur yrðu fyrir valinu, hver kostnaðurinn yrði og hvort að formlegar viðræður hefðu átt sér stað við rafbyssuframleiðendur.

Að lokum sagðist dómsmálaráðuneytið ekki vera byrjað í viðræðum við rafbyssuframleiðenda, umboðsmenn þeirra eða innflutningsaðila á rafbyssum.