Innlent

Ekki leitað á morgun sökum veðurs

Leit að manni sem hafnaði í Ölfusá hefur enn ekki borið árangur. Ekki verður leitað á morgun sökum veðurs.

Um 80 björgunarsveitarmenn hafa leitað mannsins í dag. Ekki verður leitað á morgun sökum veðurs. Fréttablaðið/Ernir

Leitin að manni sem hafnaði í Ölfusá á aðfaranótt sunnudags hefur enn ekki borið árangur. Yfir áttatíu björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í leitinni í dag.

„Aðgerðin sjálf hefur gengið vel þó við höfum ekki fundið neitt,“ segir Gunnar Ingi Friðriksson, úr svæðisstjórn Landsbjargar, í samtali við Fréttablaðið síðdegis í dag.

Að sögn Gunnars er búið að kemba svæðið nokkuð vel í dag, enda hafa veðurskilyrði verið nokkuð góð. 

Björgunarsveitarmenn notuðu slöngubáta og flygildi í leitinni í dag ásamt gönguhópa sem könnuðu svæðið. 

Þurfa reglulega að leita í ánni

„Við erum bara að klára núna, verðum kannski til svona sex í kvöld,“ segir Gunnar. Ekki verður leitað á morgun sökum veðurs en leit verður haldið áfram á miðvikudag, þó ekki af sömu stærðargráðu og í dag. Enn á eftir að ákveða hvernig leit verður hagað um helgina. 

„Leitin breytist kannski svolítið með tímanum, þetta snýst mikið um það að fylgjast með straumum í ánni.“

Að sögn Gunnars er þetta í annað sinn á þessu ári sem björgunarsveit þarf að leita að einstakling sem hafnar í Ölfusá. Aðspurður segir Gunnar það gerast nokkuð reglulega að leita þarf í ánni, þá er ýmist um að ræða björgunaraðgerðir eða leitaraðgerðir. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Manns leitað í Ölfusá

Innlent

Hefja leit að nýju við betri að­stæður

Innlent

Yfir hundrað manns tekið þátt í leitinni

Auglýsing

Nýjast

Reikna með opnun Ölfus­ár­brúar á há­degi

Telur engar laga­legur for­sendur fyrir á­kæru um peninga­þvætti

Staðinn að ræktun 400 kanna­bis­plantna

Erum á milli tveggja lægða

Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Auglýsing