„Ég ber fullt traust til míns formanns,“ segir Guð­mundur Ingi Guð­brands­son fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra um niður­stöður nýrrar könnunar Prósents fyrir Frétta­blaðið þar sem Katrín Jakobs­dóttir for­maður Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs og for­sætis­ráð­herra nýtur að­eins trausts 17,5 prósents þjóðarinnar.

Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, nýt nú mests trausts sam­kvæmt könnuninni, eða 25,4 prósents.

Hvað varðar þessa breytingu segir Guð­mundur að hann telji að Krist­rún hafi byr undir sína vængi því hún er ný,

„Hún er ný­komin inn, er í stjórnar­and­stöðu og er með byr með sér,“ segir Guð­mundur Ingi.

Erindi VG skýrt

Spurður um erindi Vinstri hreyfingarinnar í ríkis­stjórn segir hann að það sé skýrt og að það hafi ekki komið til greina að slíta sam­starfinu.

„Erindi VG er í ríkis­stjórn er stuðla að því, eins og við höfum verið að gera, við breyttum skatt­kerfinu og konum á þriggja þrepa skatt­kerfi með fram­sóknar­flokki og Sjálf­stæðis­flokki sem ætluðu sér að setja á eins þrepa skatt­kerfi þegar þau voru ein í ríkis­stjórn,“ segir Guð­mundur Ingi og að auk þess hafi þau unnið ötul­lega að um­hverfis­málum og sér­stak­lega í hans tíð sem um­hverfis­ráð­herra og að auk þess hafi þau stigið mörg skref í heil­brigðis­málum þegar Svan­dís Svavars­dóttir var heil­brigðis­ráð­herra á síðasta kjör­tíma­bili.

„Við erum að um­bylt því kerfi sem gildir nú fyrir ör­orku­líf­eyris­þega,“ segir Guð­mundur og að flokkurinn stefni að því að lög­festa Samning sam­einuðu þjóðanna um fatlað fólk.

„Svona gæti maður lengi talið. Þannig erindi VG í ríkis­stjórn er mjög skýrt. Það er að stuðla að betri og jafnari tæki­færum fyrir fólkið í landinu, sama hvort það er horft til mennta, kjara eða tæki­færa.“

Hefur komið til greina að slíta ríkis­stjórnar­sam­starfinu?

„Þegar þú ert í ríkis­stjórn þá þarftu að standa saman í bæði erfiðum og auð­veldum málum og ég veit ekki hvers vegna þetta sveiflast svona núna og get ekki út­skýrt það frekar. Við höfum reynt að vinna úr okkar á­greinings­málum. Það teljum við betra fyrir þau verk­efni sem við vinnum að,“ segir Guð­mundur Ingi og að sér til stuðnings hafi ríkis­stjórnin haft ítar­legan stjórnar­sátt­mála með mikil­vægum verk­efnum sem séu í for­grunni.

„Við reynum að ná mála­miðlunum og sáttum í þeim á­greinings­efnum sem auð­vitað koma upp í ríkis­stjórnar­sam­starfi. Ekki síst á milli flokka sem hafa tals­vert mis­munandi skoðanir og lífs­sýn,“ segir hann að lokum.