Prestar og út­farar­stjórar segja vinnu­tíma­styttingu sem inn­leidd var ný­verið í kirkju­görðum Reykja­víkur mikla þjónustu­skerðingu og gagn­rýna að ekkert sam­ráð hafi verið haft við stéttirnar áður en inn­leiðingin tók gildi

Sam­kvæmt styttingunni hætta starfs­menn störfum á há­degi á föstu­degi. Að sögn Þór­steins Ragnars­sonar, for­stjóra Kirkju­garða pró­fasts­dæmanna, var skoðað að fara aðra leið en það hafi verið „ein­dreginn“ vilji starfs­manna að fara þessa leið.

Þetta þýðir að engar út­farir með jarð­setningu eru lengur eftir há­degi á föstu­dögum heldur er að­eins í boði að vera með bæði út­för og jarð­setningu ef at­höfnin hefst klukkan 10. Engin breyting er hins vegar á bál­förum því kistan er á­vallt flutt í lík­hús eftir út­för og kistan brennd í vikunni á eftir eða þar­næstu viku.

„Þannig hefur það verið í mörg ár,“ segir Þór­steinn í svari til Frétta­blaðsins.

Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma, segir að engar kvartanir hafi borist vegna málsins.
Fréttablaðið/Pjetur

29 prósent útfara á föstudögum

Í gögnum sem hann sendi með kemur fram að árið 2020 var 29 prósent út­fara á föstu­dögum og 28 prósent bál­fara sem er lang­hæsta hlut­fallið en hlut­fall hinna viku­daganna er frá 14 til 19 prósent, bæði þegar litið er til út­fara með jarð­setningu þá og bál­fara.

Alls voru út­farir í Reykja­vík 503 í fyrra, fjöldi þeirra föstu­dögum voru 150 og telur Þór­steinn að þeim hafi verið hægt að skipta jafnt á milli þeirra tíma sem voru í boði, en það er 11, 13 og 15. Þá snúist þetta í raun um 100 út­farir sem þurfi að ræða á aðra daga. Þessu eru út­farar­stjórar ekki endi­lega sam­mála

„Þegar þetta er skoðað eru á­hrifin þau að um 100 jarða­farir eru í raun sú tala sem ekki getur eftir breytingu jarð­sett sam­dægurs ef að­stand­endur hefðu haldið sig við föstu­daga og er það um 20 prósent af heild. Þeir gátu vissu­lega valið mánu­dag til fimmtu­dag til að geta jarð­sett sam­dægurs. Einnig hafa að­stand­endur val um að hafa út­för á föstu­dögum og jarð­setja kistuna fyrsta virkan dag eftir helgi,“ segir Þór­steinn.

Að sögn Þór­steins var haft sam­band við bæði presta og út­farar­stjóra og segir hann að­eins fjóra presta hafa sent inn kvörtun vegna fyrir­komu­lagsins, enginn annar hafi gagn­rýnt það.

150 jarðarfarir af 503 voru á föstudögum í fyrra.
Mynd/Kirkjugarðar Reykjavíkur

„Við vorum ekki hafðir með í ráðum með þessar breytingar. Það var ekki talað við út­farar­stjóra og það hefði verið eðli­legt að halda fundi með þeim sem vinna við þetta. En það kannski litið á þetta sem innan­hús­mál hjá kirkju­görðunum. Þau sögðu að þau hefði prófað aðrar að­ferðir en við fengum bara bréf um að þessu væri komið á, með mánaðar­fyrir­vara,“ segir Rúnar Geir­munds­son, for­maður fé­lags Út­farar­stjóra.

Hann segir að sam­skiptin við kirkju­garðana hafi lengi verið þannig að lítið sem ekkert sam­ráð sé haft við fé­lag út­farar­stjóra eða út­farar­stjóra al­mennt um til­högun út­fara.

„Það hefur ekki verið boðaður fundur með okkur og kirkju­görðum Reykja­víkur í yfir tíu ár. Það er aldrei talað við okkur.“

„Það eru teknar ein­hliða á­kvarðanir og þær til­kynntar. Við höfum vanist því að svara ekki bréfum sem koma frá kirkju­görðunum í þessum stíl því það var aldrei boð á fundi. Hvorki okkar á milli eða á milli út­farar­stjóra og presta,“ segir Rúnar.

Hann segir að bréfið sem barst um breytinguna hafi ekki einu sinni verið tekið fyrir á fundi fé­lagsins því þeim hafi ekki þótt til­efni til þess. Sam­skiptin hafi svo lengi verið ó­eðli­leg og nefnir sér­stak­lega sam­skipti hans við for­stjóra Kirkju­garða Reykja­víkur­pró­fast­dæma.

„Það hefur ekki verið boðaður fundur með okkur og kirkju­görðum Reykja­víkur í yfir tíu ár. Það er aldrei talað við okkur,“ segir Rúnar.

Hann segir að til að bregðast við þessum breytingum hafi hann í sinni vinnu fært allar bál­farir á föstu­daga og út­farir með jarð­setningu á aðra daga.

„Við bentum á í febrúar eða mars að það hefði verið eðli­legra að taka mánu­dagana eins og prestarnir og lengja helgina þannig. Eða skipta helming starfs­manna á föstu­daga og mánu­daga. Þetta er ekki bara skerðing við að­stand­endur og okkur, heldur er þetta líka skerðing og gripið inn í starfs­um­hverfi presta,“ segir Rúnar.

Frímann Andrésson, útfararstjóri, hefur efasemdir um þetta fyrirkomulag kirkjugarðanna.
Fréttablaðið/Ernir

Sumir dagar erfiðari en aðrir

„Það er engin sér­stök eining meðal út­farar­stjóra þannig það er kannski á­stæðan fyrir því að það hefur ekki komið fram áður, en það er enginn á­nægður með þetta, og flestir prestar ó­á­nægðir,“ segir Frí­mann Andrés­son, út­farar­stjóri, sem gerir miklar at­huga­semdir við þetta fyrir­komu­lag og kallar eins og Rúnar eftir því að meira sam­ráð hefði verið haft við út­farar­stjóra.

„Vin­sælustu út­farar­tímarnir hafa alltaf verið eitt og svo þrjú á föstu­dögum og svo ellefu. Á­stæðan fyrir því er að fólk tengir þetta þannig við helgina. Út­för er auð­vitað mis­erfið fyrir fólk en þá á það frí dagana á eftir. Oft er fólk að koma utan af landi og ætlar að vera í bænum lengur,“ segir Frí­mann.

Hann segir að til að bregðast við breytingunum hafi verið boðið upp á að hafa út­för klukkan 10 í stað 11 en það þýði að ef það sé kistu­lagning fyrir út­för þá sé hún klukkan 9.

„Það er bjartasti tími árs núna þannig það hefur ekki eins mikil á­hrif núna, en um leið og það fer að hausta þá verður þetta ekki vin­sælt að rífa sig upp í kol­niða­myrkri. Ég hef því á­kveðnar efa­semdir um þetta fyrir­komu­lag þegar fer að líða á haustið,“ segir Frí­mann.

Hann segir að í þessum til­fellum þurfi að kalla sér­stak­lega út kirkju­vörð utan hans hefð­bundins vinnu­tíma sem hefst klukkan 10 og þá þurfi að­stand­endur að greiða auka­kostnað.

„Frá inn­leiðingu þá hefur maður til­finningu fyrir því að út­farir sem alla­jafna hefðu verið á föstu­dögum hafi verið settar á fimmtu­daga. Við erum nánast með fjóra virka út­farar­daga en föstu­dagurinn er ein­hver leppur með, fyrir utan auð­vitað bál­farir.“

Frí­mann segir að með þessu fyrir­komu­lagi dreifist út­farir öðru­vísi og að sumir dagar séu erfiðari en aðrir.

„Maður hélt að stytting vinnu­vikunnar hefði ekki átt að fela í sér neina þjónustu­skerðingu. Það skilur enginn í þessari ein­hliða á­kvörðun. Það er öllum frjálst að taka vinnu­tíma­styttingu en það hefði kannski verið betra að deila því á starfs­menn eða velja annan dag, eins og mánu­dags­morgun. Það er starfs­mönnum auð­vitað í hag að hætta klukkan 12 á há­degi á föstu­dögum en það er engum öðrum í hag,“ segir Frí­mann.

Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðabæ, segir að prestar utan Reykjavíkur finni fyrir meira álagi.

Vont fyrirkomulag fyrir syrgjendur

Jóna Hrönn Bolla­dóttir, sóknar­prestur í Garða­bæ, segir að þau sem starfi við það að veita fólki þjónustu á erfiðustu stundum þeirra þurfi að vanda sig og vera í góðu sam­starfi. Hún segir að hún hafi ekkert á móti styttingu vinnu­vikunnar en telur að það verði gæta þess að styttingin skerði ekki þjónustu.

Hún telur að betra hefði verið að dreifa styttingunni betur og láta hana byrja seinna á föstu­degi eða nýta mánu­daginn, sem er eini frí­dagur stórs hóps þeirra sem sinna út­farar­þjónustu eins og presta, organ­ista og kirkju­varða.

„Það hefði verið hægt að stytta vinnu­vikuna með því að sleppa út­förum í Foss­vogs­kirkju kl.15:00 á föstu­dögum og jarð­setningum í kirkju­görðunum á for­sendum þess hvað er mikil um­ferð og erfitt að komast um borgina. Þar að auki hefði verið hægt að byrja að vinna seinna á mánu­dögum þar sem mjög margar kirkjur eru lokaðar á mánu­dögum og stór hluti starfs­fólk kirkna í fríi,“ segir Jóna Hrönn.

Jóna Hrönn telur að það sé afar vont fyrir­komu­lag fyrir syrgj­endur að bjóða þeim að hafa út­för á föstu­degi en svo jarð­setningu á mánu­degi eða jafn­vel seinna.

„Þetta er afar vont fyrir syrgj­endur. Þá vantar stóran hluta af kirkju­gestum sem hefðu verið til staðar á föstu­deginum við þá erfðu stund að standa í garðinum og horfa á kistuna síga,“ segir Jóna Hrönn.

Hún telur að það hefði verið hægt að inn­leiða styttinguna á öðrum tíma og að þetta valdi kollegum hennar á­hyggjum í, til dæmis, Mos­fells­bæ og Garða­bæ, þar sem eru kirkju­garðar en slík vinnu­tíma­stytting hefur ekki verið inn­leidd á föstu­degi.

„Ég finn þetta vel í mínu presta­kalli. Hér er fólk nú þegar farið að finna fyrir auknu á­lagi,“ segir Jóna Hrönn.

Hún segir að það þurfi að endur­skoða þessa á­kvörðun með til­liti til syrgj­enda auk allra annarra sem veiti þessa þjónustu.

Þetta er afar vont fyrir syrgj­endur. Þá vantar stóran hluta af kirkju­gestum sem hefðu verið til staðar á föstu­deginum við þá erfðu stund að standa í garðinum og horfa á kistuna síga

Má ekki koma niður á syrgjendum

„Það má ekki koma niður á þeim sem þiggja þjónustuna og auka álag á sam­starfs­fólkið. Við prestar erum sálu­sorgarar og eigum að vernda hags­muni þeirra sem missa og við sinnum. Það er enn þá 45 prósent sem óska eftir jarða­förum en 55 prósent sem vilja bál­farir. Það segir sig því sjálft að það skapar erfi­leika ef ekki er hægt að jarð­setja á föstu­dögum nema að út­förin sé kl.10, sem er erfiður út­fara­tími ekki síst í svartasta skamm­deginu,“ segir Jóna Hrönn.

Hún segir að sama skapi henti mörgum illa að koma í kistu­lagningu klukkan níu um morguninn og svo í jarðar­för klukkan 10 í stað þess að þær séu klukkan 11,13 og 15 eins og var.

„Breyting er vægast sagt mikil. Eða eins og ágæt vin­kona mín sagði á sinni bana­legu „Jóna Hrönn, þú jarðar mig kl.13:00. Það má ekki vera eitt af morgun­verkunum að fylgja mér til grafar.“ Þetta við­horf heyri ég hjá mörgu full­orðnu fólki,“ segir Jóna Hrönn.

Hún segir að það sé góð á­stæða fyrir því að fólk hafi og kjósi enn að hafa út­farir og jarð­setningu á föstu­dögum.

„Það er vegna þess að fólki finnst það góð til­finning að fara inn í helgina eftir erfiðar stundir og fá hvíld eftir anna­sama daga við undir­búning út­farar. Það er einnig vegna þess að ef ást­vinir eru að koma utan að landi að fylgja sínum þá er það mikil heilun sem felst í því að geta tekið helgina með sínu fólki og einnig gagn­vart sinni vinnu, það þarf ekki að fá margra daga frí því að­stæður fólks eru mis­jafnar á vinnu­marknum og ekki auð­velt fyrir alla að vera lengi frá. Þetta á svo sannar­lega við þegar fólk er að koma er­lendis frá,“ segir Jóna Hrönn.

Hún segir það afar slæmt að ekki sé hægt að nota Foss­vogs­kapellu, bæna­húsið eða Foss­vogs­kirkju á föstu­dögum eftir klukkan 11 en þar eruð iðu­lega haldnar bæði kistu­lagningar og út­farir.

„Það eykur á­lagið á syrgj­endur og út­fara­stjóra sem þurfa að finna nýja staði fyrir þessar at­hafnir með til­heyrandi flutningum. Þetta eykur líka á­lagið á kirkju­verði á höfuð­borgar­svæðinu sem vilja leysa allra vanda og þrengir að öðru safnaðar­starfi,“ segir Jóna Hrönn.

Sr. Hjörtur Magni þjónar um tíu þúsund manns í Fríkirkjunni og segir það enga tísku eða tilviljun að föstudagur sé helst valinn fyrir útfarir.
Fréttablaðið/Ernir

Kirkjugarðarnir í einokunarstöðu

Sr. Hjörtur Magni Jóhanns­son, prestur Frí­kirkjunnar, tekur undir það sem Jóna Hrönn segir og telur að sam­ráðið hefði getað verið meira. Hjörtur Magni telur, enn fremur, að þjónustu­skerðingin sem fylgi inn­leiðingunni sé ó­þarfi og telur að kirkju­garðarnir, sem eru á­kveðinn ein­okunar­aðili, hefði frekar átt að ráða meira starfs­fólk til að anna eftir­spurn á föstu­dögum.

„Þessi ráð­stöfun virðist vera án nokkurs sam­ráðs. Það eru fjöl­margir sem koma að þessari þjónustu og þessi ráð­stöfum kemur bæði mér, og mörgum öðrum, veru­lega á ó­vart. Hún veldur veru­legum von­brigðum því þessi ráð­stöfun skerðir með af­gerandi og úti­lokandi hætti sveigjan­leika og starfs­tíma þeirra fjöl­mörgu starfs­stétta sem koma að út­far­ar­ferlinu í okkar sam­fé­lagi.“

Hann segir að það séu alls ekki einungis út­farar­stjórar, prestar og aðrir sem starfi innan kirkjunnar heldur telji það líka tón­listar­fólk, blóma­skreytinga­menn og fólk í sala­leigu.

„Þetta setur sam­fé­laginu í­þyngjandi skorður og ekki síst með það í huga að föstu­dagurinn er sá dagur sem er helst valinn fyrir út­farir. Þetta er mjög greini­leg skerðing á þjónustu. Það fer ekki milla mála,“ segir Hjörtur Magni.

Hann segir að þetta bitni líka á lífs­skoðunar­fé­lögum því að engin sam­keppni er á Ís­landi um hvar megi jarð­setja lík­kistur eða duft­ker.

„Kirkju­garðarnir hafa vissa ein­okun á þessu sviði og þess vegna er þetta þeim mun al­var­legra.“

Kannast ekki við tilraunir til samráðs

Hjörtur Magni kannast ekki við að nein til­raun hafi verið gerð til sam­ráðs. Hann segist kannast við bréf þar sem er full­yrt að það hafi ekki heyrst nein einasta kvörtun frá al­menningi.

„En það fær mann bara til að hlæja því al­menningur vissi ekkert af þessu og ég held að fæstir viti af þessu enn þá og þeim mun fá­rán­legra er þetta,“ segir Hjörtur Magni.

Spurður hvort að ein­hver dagur hefði hentað betur segir hann að mánu­dagur hefði mögu­lega hentað vel því flestir á vinnu­markaði vilji nýta styttinguna til að lengja helgina.

„En það er engin tíska núna að föstu­dagur er helst valinn fyrir út­farir. Þetta hefur verið svona í ára­tugi. Það er þjóðin sem hefur valið það, ekki ein­hverjar stofnanir út í bæ. Það er al­menningur sem gerði það því þetta er það sem hentar Ís­lendingum best,“ segir Hjörtur Magni.

Þannig það hefði verið betra að dreifa styttingu hjá starfs­fólki þannig skerðingin yrði ekki öll á sama degi?

„Já, eða ein­fald­lega ráða fleira starfs­fólk. Fjár­magnið sem fer í gegnum kirkju­garðana er ekki lítið. Þetta er risa­stór og öflug stofnun,“ segir Hjörtur Magni.

Þannig þú heldur að það þurfi að taka þetta til endur­skoðunar?

„Já, alveg tví­mæla­laust og hafa sam­ráð Það er full þörf á að taka á þessu því allir sem koma að þessu eru þjónustu­aðilar líka og við viljum þjónustuna sem besta fyrir al­menning, og um það snýst þetta.“