Lög­reglan hefur mann í haldi sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í neðri hluta líkamans. Gerandinn er sagður hafa stungið manninn í­trekað og hlaut hann djúpa skurði. Lög­reglu barst til­kynning um málið klukkan fimm í morgun en á­rásin átti sér stað í austur­borginni. 

Vísir greindi fyrst frá.

Ás­geir Þór Ás­geirs­son, hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að gerandinn hafi verið hand­tekinn skömmu síðar eftir að til­kynning barst og hann gist fanga­geymslur. Að sögn Ás­geirs er ekki út­lit fyrir að maðurinn, sem fluttur var á sjúkra­hús, sé í lífs­hættu. 

Málið er til rann­sóknar og á frum­stigi og getur lög­regla því ekki veitt frekari upp­lýsingar að svo stöddu.