Innlent

Ekki í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í nótt

Lög­reglan hand­tók í morgun karl­mann sem grunaður er um að hafa stungið annan í­trekað í neðri hluta líkamans. Gerandinn var fluttur í fanga­geymslur en hinn á sjúkra­hús. Hann er ekki talinn í lífs­hættu.

Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Fréttablaðið/Ernir

Lög­reglan hefur mann í haldi sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í neðri hluta líkamans. Gerandinn er sagður hafa stungið manninn í­trekað og hlaut hann djúpa skurði. Lög­reglu barst til­kynning um málið klukkan fimm í morgun en á­rásin átti sér stað í austur­borginni. 

Vísir greindi fyrst frá.

Ás­geir Þór Ás­geirs­son, hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að gerandinn hafi verið hand­tekinn skömmu síðar eftir að til­kynning barst og hann gist fanga­geymslur. Að sögn Ás­geirs er ekki út­lit fyrir að maðurinn, sem fluttur var á sjúkra­hús, sé í lífs­hættu. 

Málið er til rann­sóknar og á frum­stigi og getur lög­regla því ekki veitt frekari upp­lýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Innlent

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Innlent

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Auglýsing

Nýjast

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Danir vara við því að vera einn á ferð um Marokkó

Gulu vestin brenndu og stórskemmdu tollahlið

Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju

Auglýsing