Innlent

Ekki í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í nótt

Lög­reglan hand­tók í morgun karl­mann sem grunaður er um að hafa stungið annan í­trekað í neðri hluta líkamans. Gerandinn var fluttur í fanga­geymslur en hinn á sjúkra­hús. Hann er ekki talinn í lífs­hættu.

Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Fréttablaðið/Ernir

Lög­reglan hefur mann í haldi sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í neðri hluta líkamans. Gerandinn er sagður hafa stungið manninn í­trekað og hlaut hann djúpa skurði. Lög­reglu barst til­kynning um málið klukkan fimm í morgun en á­rásin átti sér stað í austur­borginni. 

Vísir greindi fyrst frá.

Ás­geir Þór Ás­geirs­son, hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að gerandinn hafi verið hand­tekinn skömmu síðar eftir að til­kynning barst og hann gist fanga­geymslur. Að sögn Ás­geirs er ekki út­lit fyrir að maðurinn, sem fluttur var á sjúkra­hús, sé í lífs­hættu. 

Málið er til rann­sóknar og á frum­stigi og getur lög­regla því ekki veitt frekari upp­lýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing