Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður VG, sem veitti atvinnuveganefnd Alþingis forystu á síðasta kjörtímabili og breytingum á strandveiðikerfinu, er afar ósátt við að nú ætli Svandís Svavarsdóttir samflokksmaður hennar og sjávarútvegsráðherra að breyta kerfinu aftur til fyrra horfs.

„Ég hef reynt að ýta við þessu máli sem varaþingmaður. Það var ekki mikil hrifning af því að ég væri að tala í aðra átt en ráðherra,“ segir Lilja Rafney sem veruðr gestur á Fréttavaktinni á Hringbraut sem hefst í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Lilja verður gestur á Fréttavaktinni á Hringbraut sem hefst í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Lilja segir að núverandi kerfi sem hún vill halda í tryggi öryggis sjómanna, allir landshlutar fái tólf daga í mánuði til veiða og hægt sé að nýta hluta úr almenna byggðakvótanum, sem nú fari alltof mikið af til stórútgerða, til þess að efla strandveiðar og veikar sjávarbyggðir eins byggðakvótanum sé ætlað að gera.

Hér má heyra brot úr viðtalinu við Lilju Rafney.