Tap­hop­hobia er hræðslan við kvik­setningu, eða að vera grafinn lifandi. Fjöl­margir eru haldnir slíkum ótta, en ó­ljóst er hvaðan sá ótti kemur, því sam­kvæmt Jan Bonde­son, lækni og sér­fræðingi í kvik­setningum, er afar sjaldgæft að fólk sé grafið lifandi.

Bonde­son var við­staddur mál­þing Fé­lags á­huga­manna um sögu læknis­fræðinnar um helgina, þar sem fjallað var um við­horf til dauðans í gegnum tíðina. Bonde­son fjallaði þar bæði um hvernig, í sögu­lega sam­hengi, greina má að fólk sé látið og um hættuna á því að vera grafinn lifandi.

Bonde­son fjallar um kvik­setningar í bók sinni „Buri­ed Ali­ve: The Ter­ri­fying History of Our Most Primal Fear“ sem kom fyrst út árið 2002. Hann segir frá því í sam­tali við Frétta­blaðið að til­viljun hafi orðið til þess að hann skrifaði heila bók um kvik­setningar.

Í fyrstu bók hans „A Ca­binet of Medi­cal Curiosities“ sem kom út árið 1997 var að finna kafla um kvik­setningar. Bókin kom í fyrstu út á sænsku, en eftir að Bonde­son endur­út­gaf hana á ensku hafði sjón­varps­fram­leiðslu­fyrir­tæki sam­band við hann sem endaði svo á að taka við­tal við hann um kvik­setningar í graf­hýsi í London. Það varð til þess að út­gáfu­fyrir­tæki í New York sá við­talið og hafði sam­band við Bonde­son og stungu upp á að hann skrifaði bók ein­göngu um kvik­setningar.

„Það tók minna en ár að rann­saka og skrifa bókina. Ég fór tvisvar til Frakk­lands og Þýska­lands til að fram­kvæma rann­sóknir og skrifaði svo bókina. Hún er enn í dag ein helsta heimild fyrir kvik­setningum. Búið er að þýða hana á hollensku, spænsku og þýsku,“ segir Bonde­son.

Bjöllur, fánar og flugeldar í líkkistum

Í bókinni er meðal annars fjallað um margar af þeim leiðum sem fólk hefur í gegnum tíðina gripið til að koma í veg fyrir kvik­setningu, þar með talið svo­kallaðar öryggis­lík­kistur. Þá voru festar bjöllur inni í lík­kistur svo fólk gæti, hefði það verið grafið lifandi, látið vita að það væri ekki látið. Einnig hafi verið dæmi um að flug­eldar og fánar hafi verið skildir eftir í lík­kistum.

„Það var stór galli í öllum þessum kistum og það er sá að búnaðurinn var of við­kvæmur og fór oft af stað þó að fólk væri látið. Líkami mannsins breytist heil­mikið við rotnun. Hann blæs út og ýtti þannig oft við takkanum sem stjórnaði búnaðinum. Það var því mjög mikið um bjöllu­at [e. false alarm]. Öryggis-lík­kisturnar voru því aldrei mjög vin­sælar,“ segir Bonde­son.

Annað vanda­mál sem hafi fylgt slíkum lík­kistum hafi verið að til að fylgjast með því hvort að fólk hafi virkt búnaðinn þurfti að ráða nætur­verði í kirkju­garðana.

„Það var ekki mjög vin­sælt starf. Að þurfa að grafa upp rotnandi lík,“ segir Bonde­son.

Bondeson segir að þó hættan sé ekki mikil á því að vera grafinn lifandi í dag, þá sé ekki hægt að útiloka að slíkt gerist.
Fréttablaðið/Valli

Fann þrjú staðfest tilfelli

Bonde­son segir að þrátt fyrir al­gengan ótta um að vera grafinn lifandi þá hafi hann að­eins fundið örfá til­felli þess í þeim heimildum sem hann skoðaði.

„Ég fann þrjú stað­fest til­felli. Eitt var Þjóð­verji sem bankaði á kistuna á sama tíma og moldinni var hent yfir kistuna, Annað var kona sem hafði verið úr­skurðuð látin í kóleru­far­aldrinum. Hún bankaði líka innan úr kistunni eftir að hún hafði verið negld saman. Hún var skoðuð þegar kistan var opnuð og stað­fest að hjarta hennar sló. En svo dó hún í kjöl­far kólerunnar,“ segir Bonde­son.

Svo það er ekki mikil hætta á kvik­setningu?

„Nei, það er ekki mikil hætta á því, og sögur um slíkt eru mjög ýktar,“ segir Bonde­son.

Hann segir að þegar líkaminn rotnar þá geti hann losað gas sem geti farið út um hálsinn og þannig hreyft við radd­böndunum. Þegar fólk hafi heyrt hljóð innan úr kistunum hafi það því talið að manneskjan væri enn á lífi, en svo væri í raun ekki.

Það eru skráð til­felli á 17. öld um að fólk hafi óttast kvik­setningar og hafi sett á­kvæði í erfða­skrár sínar um að það ætti að skera þau á púls eða leggja heitt strau­járn við il þeirra til að ganga úr skugga um að þau væru látin

„Ég hef aldrei heyrt það. Það er sjald­gæft fyrir­bæri.“

Þá hafi fólk einnig grafið upp lík­kistur og séð að fólk hafi nagað af sér fingurna sem geti verið merki um að það hafi verið grafið lifandi. Bonde­son telur þó lík­legra að að rottur hafi komist inn í kistuna og byrjað á út­limum, það er fingrum.

Bonde­son segir að hann hafi þó fundið ný­leg dæmi þess að fólk hafi nærri því verið grafið lifandi. Þegar bókin kom út árið 2001 hafi hann ferðast um Banda­ríkin til að kynna hana og í einu út­varps­við­talinu hafi maður hringt inn sem sagði frá því að afi hans, sem var út­farar­stjóri, hafi orðið var við að slíkt hafi gerst.

Þá var kona sem hafði verið úr­skurðuð látin í New York en hafi síðan vaknað í lík­pokanum í lík­húsinu. Einnig séu ein­hver dæmi um að eitur­lyfja­fíklar hafi verið úr­skurðaðir látnir , en hafi svo ekki verið það.

Hann segir einnig sögu af konu á 10. ára­tugnum sem þjáðist af sykur­sýki og tók of mikið af insúlíni. Hún hafi verið úr­skurðuð látin af lækni sem hafði verið a skemmtun kvöldið áður. Í sjúkra­bílnum á leið í lík­húsið tók sjúkra­flutninga­maðurinn eftir því að fótur hennar hreyfðist. Í ljós hafi komið að hún hafi einungis verið í svo­kölluðu insúlín-dái.

En hvaðan kemur þá þessi ótti við kvik­setningar?

„Til að vera grafinn lifandi, þá þarftu lík­kistu, og þær voru ekki fundnar upp fyrr en á 16. öld. Það eru skráð til­felli á 17. öld um að fólk hafi óttast kvik­setningar og hafi sett á­kvæði í erfða­skrár sínar um að það ætti að skera þau á púls eða leggja heitt strau­járn við il þeirra til að ganga úr skugga um að þau væru látin,“ segir Bonde­son.

Byggðu spítala fyrir látið fólk

Hann segir að á 18. öld hafi franskur læknir varað við kvik­setningum og full­yrt að slíkt gerðist oft.

„Þannig hófst fjölda-móður­sýkin. Hann hélt því fram að þau værir ekki látinn fyrr en þú væri dáinn og rotinn,“ segir Bonde­son.

Hann segir að Þjóð­verjar hafi tekið full­yrðingu hans mjög al­var­lega og hafi, meðal annars, byggt sér­staka spítala fyrir látna, þar sem kistur þeirra væru geymdar á meðan líkamar þeirra rotnuðu. Ást­vinir hafi getað heim­sótt þau þar. Festar voru bjöllur við tær og fingur þeirra þannig að minnsta hreyfing myndi vekja at­hygli.

Bonde­son segir að í Evrópu og Banda­ríkjunum og öðrum þróuðum löndum sé skýrt verk­lag sem eigi að fara eftir til að ganga úr skugga um að fólk sé í raun látið. Verk­lagið sé ekki eins skýrt í minna þróuðum löndum í, til dæmis, Suður-Ameríku og Afríku. Þar sé verk­lagið það sama og það var í Bret­landi á 17, öld.

„Það gerist því nokkrum sinnum á ári að fólk er úr­skurðað látið, sem er það ekki. Maður veltir því því fyrir sér hversu oft það er upp­götvað áður en manneskjan er grafin og hversu oft hún er þá grafin lifandi. Það er því ekki hægt að úti­loka að fólk sé grafið lifandi,“ segir Bonde­son.

Hann segir að margt bendi til þess, sem dæmi, að þegar kóleru­far­aldurinn gekk yfir hafi fólk oft verið grafið lifandi.

„Hættan er minni í dag, en hún var áður. En fólk var alveg örugg­lega grafið lifandi, en í flestum til­fellum var það lík­lega of veikt til að finna mikið fyrir því,“ segir Bonde­son.

Sestur í helgan stein í Edinborg

Bonde­son vann þar til fyrir um tveimur árum við há­skólann í Car­diff í Eng­landi, en hefur síðan sest í helgan stein í Edin­borg í Skot­landi. Bonde­son hefur skrifað fjölda annarra bóka, þar á meðal bók um dýra­fræði, um rað­morðingjann Jack the Ripper, London-skrímslið og um Ljóna­drenginn og önnur læknaundur.

„Ég settist snemma í helgan stein eftir að hafa erft háar upp­hæðir bæði móður mína og frænku. Þegar sagt er að peningar geri þig ekki hamingju­saman þá er það satt. Ég á­kvað að setjast snemma í helgan stein og keypti mér herra­garð rétt utan Edin­borgar. Þar ver ég tíma mínum í að skrifa bækur og hugsa um húsið,“ segir Bonde­son í sam­tali við Frétta­blaðið.

Nýjasta bók hans fjallar um austur­hluta Edin­borgar og verður gefinn út á næsta ári.

„Ég vona að ég fái tæki­færi til að skrifa meira um Edin­borg. Ég held í það minnst að ég skrifi ekki meir um læknis­fræði­lega hluti,“ segir Bonde­son.

Spurður um á­stæðu segir hann að það sé ein­fald­lega vegna þess að hann hafi ekki efnivið í fleiri slíkar bækur.