Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir ó­ljóst hve­nær hægt verði að slaka á tak­mörkunum enn frekar, bæði innan­lands og á landa­mærunum, en til­slakanir á tak­mörkunum innan­lands taka nú gildi á mið­nætti. Þar með mega allt að 50 manns koma saman auk þess sem ýmis starf­semi fær frekari til­slakanir.

„Til þess að geta slakað meira á, bæði á landa­mærunum og innan­lands, þá þurfum við bara að sjá að­eins betur hvernig okkur vegnar, til dæmis á landa­mærunum,“ sagði Þór­ólfur í Kast­ljósi í kvöld, að­spurður um hvað þurfi til svo hægt sé að slaka frekar á tak­mörkunum.

Erfitt að spá fram í tímann

Að sögn Þór­ólfs er skil­yrðið fyrir til­slökunum innan­lands að tak­markanir séu hertar á landa­mærunum en nú þurfa þeir sem ferðast til landsins að fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi og fara í tvö­falda skimun með fimm daga sótt­kví á milli. Til stendur að falla frá skimuninni frá og með 1. maí ef PCR-prófin reynast vel.

„Það er mjög erfitt að spá langt fram í tímann en við erum að reyna og við erum að skoða málin,“ sagði Þór­ólfur um fyrir­komu­lagið á landa­mærunum en hann í­trekaði að allar á­kvarðanir væru teknar út frá þeirri þekkingu sem þau hafa. „Mér finnst ekki hægt að taka sénsinn á því að jafn­vel eitt smit komi inn.“

Óráðlegt að slaka meira á

Þá var Þór­ólfur spurður út í tak­markanir innan­lands en veru­lega fá smit hafa greinst síðast­liðnar vikur og hafa ekki færri verið í ein­angrun með virkt smit frá því um síðasta sumar. Að hans sögn er erfitt að ráðast í miklar til­slakanir á meðan far­aldurinn er svo ó­út­reiknan­legur.

„Við höfum náð þessum árangri út af þessum tak­mörkunum og það hafa allir reynslu af því, bæði við hér og er­lendis, að fara of hratt í til­slakanir. Við sáum bara hvað gerðist þegar þriðja bylgjan byrjaði, það var bara einn eða tveir ein­staklingar sem settu hana af stað. Þannig á meðan að við erum að þétta landa­mærin enn frekar þá fannst mér það ó­ráð­legt að slaka meira á.“