Böðvar Björns­son, deildar­stjóri neyðar­vistunar Stuðla, segir ekki hægt að líða að starfs­fólk með­ferðar­stöðvarinnar sé rænt ærunni með nei­kvæðri um­fjöllun, í að­sendri grein sem hann birti á vef Frétta­blaðsins nú síð­degis. Hann kallar eftir því að fé­lags­mála­ráðu­neytið og barna­verndar­stofa grípi til varna fyrir starfs­fólkið.

Stuðlar eru með­ferða­stöð ríkisins fyrir ung­linga á aldrinum 13 til 18 ára. Til­efni skrifa Böðvars er um­fjöllun DV sem undan­farna daga hefur birt frá­sagnir fólks af meintu of­beldi af hálfu starfs­manna. Þannig rekur DV frá­sögn þriggja ein­stak­linga sem saka starfs­menn um of­beldi á þeim tíma sem þau voru vistuð á með­ferðar­heimilinu.

Sagði Funi Sigurðs­son, for­stöðu­maður Stuðla í sam­tali við miðilinn að málið væri litið al­var­legum augum. Hann gæti ekki rætt ein­stök mál en sagði hann að hann hyggðist funda með starfs­mönnum fé­lags­mála­ráðu­neytisins vegna þessa.

Starfs­fólk geti ekki varið sig

Í pistlinum segir Böðvar að aug­ljósar rang­færslur og ó­sannindi fái að lifa. Þetta valdi mikilli van­líðan starfs­fólks og fjöl­skyldum þeirra. Hann segir starfs­menn Stuðla bundna trúnaði og geti því ekki varist á­sökununum.

„Orð hafa á­byrgð og starfs­fólk hlýtur að skoða rétt sinn,“ skrifar Böðvar. Því næst lýsir Böðvar starf­semi Stuðla, þar séu fjórar deildir: með­ferðar­deild, neyðar­vistun, vist­heimilið Lækjar­bakki og eftir­með­ferð.

Böðvar segir barna­verndar­nefndir geta vistað ung­linga lengst í fjór­tán daga á neyðar­vistun en að alltaf sé reynt að hafa vistanir eins stuttar og hægt er.

„Neyðar­vistun er eina deildin á landinu sem sér um þvingaða afeitrun ung­menna undir á­tján ára aldri og við það verk­efni er notast við að­stoð lækna og hjúkrunar­fólks af sjúkra­húsinu Vogi. Neyðar­vistun tekur við öllum undir á­tján ára aldri sem aðrar stofnanir vísa frá sér og treysta sér ekki til þess að hýsa,“ skrifar Böðvar.

Hann segir al­gengar vistunar­á­stæður vera vímu­efna­neyslu, úti­gang og af­brot sem og stjórn­leysi og al­var­leg of­beldisaf­brot tengd neyslu og hegðunar­röskunum, auk þroska­skerðinga.

„Mörg ung­mennin sem eru vistuð aftur og aftur á neyðar­vistun ættu að vera vistuð annars staðar en fá ekki þjónustu við hæfi,“ skrifar Böðvar.

Böðvar segir starfsemi Stuðla undir miklu eftirliti.
Fréttablaðið/Pjetur

Kvartanir og klögu­mál eðli­legur hluti starfsins

Böðvar segir starf­semi Stuðla undir miklu eftir­liti. Krafan um það hafi komið frá Stuðlum.

„Nær dag­lega koma for­eldrar eða aðrir að­stand­endur í heim­sókn og skjól­stæðingar mega alltaf hringja í for­eldra og barna­verndar­nefnd. Starfs­menn barna­verndar­nefnda koma nær dag­lega á neyðar­vistun. Fé­lags­mála­ráðu­neytið er með eftir­lit sem kemur á Stuðla og ræðir við ung­mennin og starfs­fólk.“

Böðvar segir at­huga­semdir hafi komið fram varðandi laga­rammann um neyðar­vistun, en að það mál snúi að stjórn­sýslunni. Einnig hafi verið gerðar at­huga­semdir sem snúa að hús­næði neyðar­vistunar og að ung­mennin séu ekki nægi­lega upp­lýst um rétt sinn með form­legum hætti. Hann segir starfs­menn hafa komið vel út hvað varðar fram­komu og um­gengni við ung­mennin.

„Þar sem unnið er með ung­menni í vanda og í mikilli neyð má búast við á­rekstrum og miklum til­finningum. Það liggur í hlutarins eðli að skjól­stæðingarnir eru ekki alltaf sáttir því ung­mennin eru oftast vistuð gegn vilja sínum. Kvartanir og klögu­mál eru því eðli­legur hluti starfsins. Það er hluti af starfinu í neyðar­vistun að takast á við það. En starfs­fólki Stuðla finnst erfitt að lifa við hvað það er greið leið til að á­saka það um of­beldi og lítils­virðandi hegðun í garð skjól­stæðinganna án þess að því sé svarað og mót­mælt.“

Vill ráðuneytið og Barnaverndarstofu í vörn fyrir starfsfólk

Að lokum segist Böðvar engan þekkja sem beri hag ung­mennanna jafn mikið fyrir brjósti og starfs­fólkið. Það starfs­fólk vinni erfiðustu störfin.

„Starfs­mennirnir eru settir í þá stöðu að þurfa að bera af sér sakir í tíma og ó­tíma og starfa undir grun um að vera of­beldis­fólk þar til annað sannast. Þegar stoppa þarf of­beldi eða aðra hættu­lega hegðun, með því að stíga inn og beita valdi, þá er oft reynt að tengja at­burðinn við per­sónu starfs­mannsins og per­sónu­leika og segja að at­vikið sé ekki vinnu­tengt,“ skrifar Böðvar.

Hann segir slíkt ekki á­sættan­legt vinnu­um­hverfi. „Það er löngu tíma­bært að létta illum grun af þessum störfum,“ skrifar Böðvar og kallar eftir því að fé­lags­mála­ráðu­neytið og barna­verndar­stofa grípi til varna.

„Það er ekki hægt að líða það að fólk sér rænt ærunni án þess að nokkuð sé að­hafst. Starfs­fólkið þarf líka að leita til stéttar­fé­laga sinna, eftir að­stoð við að finna leiðir til þess að fást við þennan nýja veru­leika, þar sem við­bjóðs­legum á­sökunum er kastað fram og blaða­menn, sem telja sig fag­menn, hlaða í bál­köst.“

Pistill Böðvars á vef Frétta­blaðsins.