„Þetta er náttúru­lega al­gjör­lega ó­boð­legt og ó­þolandi,“ segir Arn­dís Anna Kristínar Gunnars­dóttir, þing­maður Pírata og nefndar­maður alls­herjar- og mennta­mála­nefndar, um hand­töku og gæslu­varð­hald írakskrar fjöl­skyldu í gær­dag sem vísað var úr landi í nótt.

Arn­dís segist hafa haft fregnir af að­gerðum lög­reglu úr mörgum áttum um miðjan dag í gær. Þá geri hún ráð fyrir því að fleiri flótta­menn hafi verið um borð í leigu­vélinni sem hélt til Grikk­lands rétt fyrir klukkan fimm í morgun

„Á síðustu dögum hefur lög­reglan gengið mjög hart fram við að hand­taka fólk um allan bæ, leita það uppi, með það miklum asa að það er ekki hægt að ætla annað en að það hafi verið hóp­ferð í nótt,“ segir Arn­dís.

Að­spurð segir hún að­gerðir lög­reglu við þessa fram­kvæmd gríðar­lega al­var­legt mál.

„Það virðist vera sem að það sé ekki tekið til­lit til þess að þarna er ein­stak­lingur með á­kveðnar sér­þarfir og það er bara mjög al­var­legt mál,“ segir Arn­dís.

Arn­dís telur að slíkar að­gerðir verði það sem koma skal í mál­efnum flótta­fólks ef frum­varp dóms­mála­ráð­herra, Jóns Gunnars­sonar, um mál­efni út­lendinga nær fram að ganga.

„Ég vil benda fólki á það að þetta er fram­kvæmdin með lög­gjöfina eins og hún er í dag. Þannig að fólk getur rétt í­myndað sér hvernig hún verður ef hann nær sínu fram­gengt,“ segir Arn­dís.

Þá geri hún ráð fyrir því að dóms­mála­ráð­herra muni verja á­kvörðunina um brott­flutning fjöl­skyldunnar sem og fram­kvæmdina, en for­maður alls­herjar- og mennta­mála­nefndar, Bryn­dís Haralds­dóttir, hefur óskað eftir fundi nefndarinnar með dóms­mála­ráð­herra í næstu viku.

„Ég tel ég niður­stöðuna í þessu máli upp­haf­lega vera ranga og stjórn­völd hafa haft mörg tæki­færi til að snúa þessu við í þessu máli. Það er ekkert í lögunum sem skyldar stjórn­völd til að koma svona fram við fólk, ekkert,“ segir Arn­dís.