Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varnar­læknir, segir tíma sem þessa ekki góða til þess að fá sér tígris­dýr. Þetta kom fram í fyrir­spurnar­tíma á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna sem fram fór í dag á venju­bundnum tíma klukkan 14:00.

Þar var Þór­ólfur spurður að því hvort að yfir­völd hér­lendis hefðu séð sig knúin til þess að beina þeim til­mælum til gælu­dýra­eig­enda með CO­VID-19 að um­gangast ekki dýr sín. Til­efnið eru fréttir frá New York ríki um að tígris­dýrið Nadia hafi greinst með CO­VID-19.

„Þetta hefur ekki verið tekið sér­stak­lega til skoðunar,“ segir Þór­ólfur í svari sínu til blaða­manns vegna málsins. „Hins vegar hafa menn velt þessu mjög mikið fyrir sér.“

Hann segir að em­bættið hafi verið í miklum sam­skiptum við Mat­væla­stofnun vegna smita í dýrum. Stofnunin hafi kannað málið og slík smit séu al­mennt talin afar fá­tíð.

„Og þetta er mjög ó­venju­legt,“ segir sótt­varnar­læknir og á þar við mál tígris­dýrsins Nadiu. „Þetta segir okkur kannski að menn eiga ekki að fá sér tígris­dýr á þessum tíma.“