Séra Davíð Þór Jónsson, sem gaf í skyn að flokksmenn Vinstri grænna ættu helvítisvist vísa, segist eiga fullan rétt á sínum persónulegu skoðunum og að afstaða hans sé ekki opinber afstaða Þjóðkirkjunnar.

„Ég sagði þetta til þess að fá fólk til þess að hlusta. Það er alveg stað­reynd að það er ekki góð guð­fræði að segja þetta, enda er ég að tjá mig hér svo­lítið,“ segir séra Davíð Þór, sóknar­prestur í Laugar­nes­kirkju, en í dag sendi hann frá sér harð­orða stöðu­upp­færslu á Face­book í garð Vinstri grænna vegna brott­vísana 250 hælis­­leit­enda frá Ís­landi.

Í stöðu­upp­færslunni segir hann að það sé sér­stakur staður í hel­víti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og veg­tyllur.

„Ég er að vitna í Madelein­e Al­brig­ht, sem sagði að það væri sér­stakur staður í hel­víti fyrir konur sem hjálpa ekki öðrum konum. Við getum í­myndað okkur hvaða skoðun Madelein­e Al­brig­ht myndi hafa til kven­kyns stjórn­mála­manna sem standa í því að senda Sómalískar konur í nauðungar­flutningum aftur til Sómalíu,“ segir Davíð og spyr sig hvaða feminísku á­herslur stjórn­mála­flokkur sem stendur fyrir nauðungar­flutningum á konum hefur.

„Ég held að biskup hafi látið fram skoðanir sem fara ein­dregið saman við mínar þó hún kannski orði þær ekki eins af­dráttar­laust,“

Kirkjan ekki búin að hafa samband

Davíð segir að ríkis­stjórnin hagi sér eins og ein­ræðis­herra. Honum sé misboðið og standi við hvert orð.

„Það þarf ekki að vera ein­stak­lingur sem er ein­ræðis­herra, það getur verið hópur. Ég er ekki að tala um ein­staka ráð­herra, ég er að tala um ríkis­stjórnina. Ríkið stendur og situr eins og honum hentar og það er eins og Vinstri grænir eru orðin svo flink að lifa í núinu að það er eins og þau muni ekki orð af því sem þau sögðu á meðan þau voru í stjórnar­and­stöðu um inn­flytj­enda­mál,“ segir hann.

„Ég hef heyrt nú­verandi fjár­mála­ráð­herra í við­tali láta ljós al­gjöra van­þekkingu á hvað lýð­ræði er. Hann sagði að það væri lýð­ræði þegar meiri­hlutinn ræður, en það er ekki lýð­ræði. Það er ein­ræði meiri­hlutans og fas­ismi,“ segir Davíð.

Að­spurður hvort hann búist við ein­hverjum eftir­málum vegna stöðu­upp­færslunnar, segir Davíð að hann hafi fullan rétt á að tjá sig per­sónu­lega.

„Ég á í sjálfu sér ekki von á því að ein­hver frá kirkjunni hafi sam­band við mig. En það er líka alveg á hreinu að prestur hefur alveg rétt til að tjá per­sónu­legar skoðanir sínar án þess að það eigi að líta á þær sem opin­bera af­stöðu kirkjunnar. Ég held að biskup hafi látið fram skoðanir sem fara ein­dregið saman við mínar þó hún kannski orði þær ekki eins af­dráttar­laust,“ segir Davíð.