Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, sagði í gærkvöld að ekki hefðu borist tilkynningar um fleiri tilfelli fuglaflensu um helgina.

Sagði Sigurborg að vanda berast tilkynningar um dauða fugla víða en að ekkert bendi til fuglaflensu í þeim.

Fyrir helgi var staðfest að fuglaflensa hefði greinst í þremur villtum fuglum hér á landi. Ákveðið var að aflífa hænu sem var með einkenni flensunnar.

Sigurborg tók undir að það gætu fleiri tilkynningar borist inn í dag þegar fólk hefur daglegt líf að nýju eftir páskafrí