Fyrrverandi skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var sá eini í ráðuneytinu sem var til rannsóknar vegna embættisfærslna hans í tengslum við lög um fiskeldi. Hann óskaði þess að birtingu þeirra yrði frestað árið 2019. Ríkisendurskoðun segir í nýrri skýrslu sinni að embættið telji það alvarlegt að birtingu nýrra laga um fiskeldi hafi verið frestað árið 2019 eftir að starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins óskaði eftir því.
„Hann var kærður og það rannsakað en ekki ástæða til að gefa út ákæru í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari hóf árið 2021 rannsókn á embættisfærslunum en tilkynnti svo matvælaráðuneytinu, sem þá hafði tekið við málaflokknum, að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós að þáverandi starfsmaður hefði ásett sér að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til nokkurs sem hallaði réttindum einstakra manna eða hins opinbera og að ekki væri þörf á frekari rannsókn á málinu