Tvö börn eru enn inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa ekki fleiri börn lagst inn á spítalann vegna Covid-19.

Tveggja ára barn sem lagðist inn í gær var flutt á legudeild seinni partinn í dag. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Unglingsdrengur var lagður inn á þriðjudag vegna Covid-19. Áður hafði fjögurra mánaða gamall drengur verið lagður inn vegna veikinda í mars árið 2020.

Alls eru 116 börn í einangrun á landinu en þar er um þriðjungur allra smitaðra, sem eru núna 349 einstaklingar. 

Fréttin hefur verið leiðrétt 13.10.2021. Fyrst stóð að unglingsdrengurinn hefði verið sá fyrsti sem lagður var inn vegna veikinda tengt Covid-19, en það er ekki rétt.