Lög­reglan í Manchester neitar að svara hvort úr­valds­deildar­leik­maðurinn sem var hand­tekinn á föstu­daginn sé í far­banni en hann var látinn laus gegn tryggingu sama dag.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í dag að um­ræddur leik­maður væri Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður ís­lenska lands­liðsins og E­ver­ton.

Frétta­blaðið hefur í morgun verið í sam­bandi við bæði lög­regluna í Manchesterborg og sak­sóknara­em­bættið í Bret­landi í von um að fá upp­lýsingar um hverjir skilmálar tryggingarinnar séu.

Lög­reglan sagði í fyrstu að málið væri ekki á þeirra snærum og benti blaðamanni á að hafa saamband við sak­sóknara­em­bættið. Saksóknaraembættið sagði að þetta væri rangt hjá lögreglunni og sendi blaða­mann aftur á lög­regluna.

Lög­reglan í Manchester kvaðst að lokum ekki veita upp­lýsingar um einstök má heldur sendi almenn skilyrði sem geta fylgt þegar grunaður maður er látinn laus gegn tryggingu.

Sam­kvæmt breskum yfir­völdum geta verið ýmis skil­yrði sem fylgja því að vera látin laus gegn tryggingu. Sumir þurfa að halda sig við á­kveðið heimilis­fang og mega ekki vera í sam­skiptum við á­kveðna ein­stak­linga.

Lög­reglan getur einnig lagt hald á vega­bréf þess grunaða og meinað honum að fara úr landi. Engin svör hafa borist um hvort það hafi verið gert í máli Gylfa.