Þann 14. mars síðast­liðinn tóku bæjar­yfir­völd í Zahara de la Si­erra á suður­hluta Spánar þá á­kvörðun að loka bænum. Þetta var gert af ótta við Co­vid-19 far­aldurinn sem þá var farinn að láta tals­vert að sér kveða á Spáni.

Þetta reyndist góð á­kvörðun því ekki eitt einasta smit hefur komið upp í bænum. 1.400 manns búa í Zahara de la Si­erra sem stendur nokkuð hátt yfir sjávar­máli í Anda­lúsíu­héraði.

Santiago Gal­ván, bæjar­stjóri Zahara de la Si­erra, á­kvað að loka bænum sama dag og spænsk yfir­völd lýstu yfir neyðar­stigi á Spáni.

CNN fjallaði um stöðu mála og ræddi við bæjar­stjórann. Um fjórðungur íbúa bæjarins er 65 ára eða eldri en eins og komið hefur fram eru ein­staklingar sem komnir eru af léttasta skeiði í á­hættu­hópi vegna Co­vid-19.

Spánn er það land í heiminum sem hefur farið einna verst út úr far­aldrinum til þessa, en þar hafa yfir 10 þúsund manns látist af völdum Co­vid-19 og vel yfir 100 þúsund smitast.

Í frétt CNN kemur fram að ein leið inn og út úr bænum sé opin, en hennar sé gætt af lög­reglunni. Ferða­menn sem hyggjast heim­sækja bæinn þurfa að gera sér að góðu að snúa við og þá eru allir bílar, til dæmis flutninga­bílar sem flytja mat­væli og aðrar nauð­synjar, sótt­hreinsaðir áður en þeir koma inn fyrir bæjar­mörkin.

Bæjar­búar virðast vera nokkuð sáttir við þessa ein­angrun. Auxi Rascon, 48 ára kona sem býr í Zahara de la Si­erra, segir að í­búar upp­lifi mikið öryggi í þessum ráð­stöfunum. „Hér voru teknar réttar á­kvarðanir á réttum tíma og nú sjáum við af­raksturinn.“