Grunurinn sem kviknaði í dag um að íbúi á Hrafnistu hefði smitast af kóróna­veirunni sem veldur CO­VID-19 reyndist ekki á rökum reistur. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Hrafnistu.

María Fjóla Harðar­dóttir, fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­sviðs Hrafnistu­heimilanna, hafði fyrr í dag stað­fest við Frétta­blaðið að upp hefði komið grunur um slíkt smit. Var um að ræða veikan íbúa Hrafnistu í Laugar­ási sem fluttur var á Land­spítalann.

Í til­kynningu Hrafnistu nú kemur fram að búið sé að stað­festa að svo hafi ekki verið. Sótt­kví á deildunum Mána­teigi og Sól­teigi hefur því verið af­létt.

Þá kemur fram að það við­búnaðar­stig sem tók gildi jafn­skjótt og grunur kviknaði um smit, sé hluti af sí­vakandi neyðar­stjórn Hrafnistu­heimila, sem hafi það að mark­miði að tryggja sem best öryggi íbúa og starfs­manna.