Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu á­réttar að ekki sé búið að bera kennsl á fólkið sem lést í brunanum á Bræðra­borgar­stíg síðast­liðinn fimmtu­dag. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Kennsla­nefnd ríkis­lög­reglu­stjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þá þrjá íbúa sem týndu lífi sínu í elds­voðanum. Tveir fundust látnir í bruna­rústunum á fimmtu­dags­kvöldi og einn var úr­skurðaður látinn á Land­spítalanum.

Rann­sókn lög­reglu vegna eldsins er enn í fullum gangi og er karl­maður á sjö­tugs­aldri sem var hand­tekinn við rúss­neska sendi­ráðinu enn í haldi lög­reglu vegna málsins.

Minntust þeirra látnu

Í dag kom fjöldi fólks saman á Austur­velli til að minnast þeirra látnu og hvetja stjórn­völd til að bæta úr ó­við­unandi að­stæðum inn­flytj­enda á Ís­landi. Í lok sam­stöðu­fundarins var gengið frá Al­þingis­húsinu að Bræðra­borgar­stíg 1 þar sem fór fram kyrrðar­stund.

Í­búar hverfisins voru á svæðinu á­samt skipu­leggj­endum og öðrum full­trúum úr pólska sam­fé­laginu til að votta að­stand­endum sam­úð.