Niður­stöður starfs­hóps um endur­mat á störfum kvenna var kynnt á fundi sem BSRB, BHM og Kennara­sam­bandið stóðu fyrir á Hilton Reykja­vík Nor­di­ca í morgun. Endur­­mat á virði kvenna­­starfa var um­­ræðu­efni fundarins.

Fram kom að ekki sé einungis ein leið rétt til þess að leið­rétta launa­mis­mun, heldur þurfi að velja hvaða leið á að fara að hverju sinni.

Starfs­hópurinn var skipaður í kjöl­far yfir­lýsingar ríkis­stjórnarinnar í árs­byrjun 2020. Hópnum var falið að leggja fram til­lögur að að­gerðum til að út­rýma launa­mun sem stafar af kyn­skiptum vinnu­markaði. „Þær að­gerðir skulu hafa að leiðar­ljósi og leið­rétta kerfis­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta“ sagði í yfir­lýsingu ríkis­stjórnarinnar.

Heiður segir að næstu skref séu mikil­væg. Það sé vinna til og það þurfi að byggja á henni.
Fréttablaðið/Valli

Til­lögur hópsins þegar teknar í gagnið

Heiður Margrét Björns­dóttir, for­maður starfs­hópsins og hag­fræðingur BSRB, kynnti niður­stöðurnar. Hópurinn lagði til að stofnaður verði að­gerðar­hópur stjórn­valda um launa­jafn­rétti. „Það er komið, hann tók til starfa í árs­lok í fyrra,“ sagði hún.
Næsta til­laga var að koma á fæti þróunar­verk­efni um mat á virði starfa að því mark­miði að skapa verk­færi sem fangar jafn­virðis­nálgun laganna. „Það er byrjað að vinna að þróunar­verk­efninu, það er vinnu­hópur. Það er búið að velja fjóra vinnu­staði hjá ríkinu til að bera saman,“ sagði Heiður.

„Við þurfum ekki alltaf að byrja á byrjuninni.“

„Það sem hópurinn lagði til var að samninga­leið um jafn­launa­kröfur með aðilum vinnu­markaðarins. Þá lítum við til ný­sjá­lensku fyrir­myndar, að þetta sé ekki á­taka­leið. Það þurfi ekki alltaf að fara í dóms­mál eða kæru­nefndir og að sjálf­sögðu erum við að líta til þess að þetta verði stað­fært að ís­lenskum vinnu­markaði,“ sagði Heiður.

Þá sé einnig mikil­vægt að tryggja að út­vistun starfa taki mið af jafn­virðis­nálgun jafn­réttis­laga og þá þurfi einnig að skil­greina með ó­tví­ræðum hætti að tryggja sam­eigin­legan skilning á sama upp­runa og hvernig saman­burðar­hópar eru valdir.

„Við þurfum ekki alltaf að byrja á byrjuninni“

Heiður segir að næstu skref séu mikil­væg. Það sé vinna til og það þurfi að byggja á henni. „Við þurfum ekki alltaf að byrja á byrjuninni.“ Þá þurfi að tryggja næga þekkingu á kynja­fræði og sigrast á ó­með­vitaðri hlut­drægni til þess að þetta verk­efni geti farið af stað.

„Það þarf að fara af stað með þróunar­verk­efni sem fyrst, við þurfum að komast á­fram með það. Við getum ekki fest okkur í því að festa okkur í því að vita lausnina áður en við leggjum af stað,“ segir Heiður.

„Það þarf að greina þætti sem eru van­metnir og bæta kerfin og verk­færin sem þegar eru til staðar. Það er til starfs­mat, það eru til ýmis tæki og tól við jafn­launa­vottun. Á­vinningurinn yrðu meðal annars hvatning fyrir um­önnunar- og fræðslu­stéttir,“ segir hún.

Fundurinn var þétt setinn.
Fréttablaðið/Valli

Á­stæður kyn­skipts vinnu­markaðar eru marg­þættar

Heiður segir á­stæður fyrir því að vinnu­markaðurinn sé eins kyn­skiptur og raun ber vitni séu marg­þættar. Það séu sögu­leg hlut­verk, á­huga­svið, um­önnunar­skyldur, kynja­skekkja í mats­að­ferðum á virði, kynjað náms- og starfs­val, fé­lags­mótun, for­dómar og skortur á stefnu­mótun og að­gerðum til að leið­rétta muninn.

„Það gengur mun hægar að fá karlana í kvenna­störfin.“

Ef litið sé á stöðuna eins og hún er í dag, þá hafi orðið breyting á til dæmis iðnaðar­störfum, að sögn Heiðar, en fleiri konur sækja þangað, í stétt sem al­mennt hefur verið karl­læg. „En það gengur mun hægar að fá karlana í kvenna­störfin.“

Mönnun sé lykil­at­riði í kvenna­störfum. „Sér­stak­lega hjá fræðslu- og um­önnunar­geiranum. Þar er skortur á vinnu­afli og það eru vaxandi á­hyggjur af þessum vaxandi skorti,“ segir Heiður.

Jafn­launa­vottun hefur verið fram­fara­skref

Heiður segir að jafn­launa­vottun hafi verið fram­fara­skref, en það sé ekki nóg til þess að bera ólík störf saman. „Hún tekur bara til eins vinnu­staðar. Ef við tökum Stjórnar­ráðið sem dæmi, þá tekur hún bara til eins ráðu­neytis í einu, hún ber ekki öll ráðu­neytin saman,“ segir Heiður.

„Jafn­launa­vottun hefur reynst vel að vinna á launa­mun sem er vegna sam­bæri­legra starfa, þá erum við að líta til að hjúkrunar­fræðingar líti og beri sig saman við hjúkrunar­fræðinga. Jafn­launa­vottunin nær síður til þessa launa­munar sem er kominn til vegna ó­líkra en jafn mikil­vægra starfa,“ segir hún.

Þá þurfi að koma á fæti jafn­virðis­nálgun. „Þá erum við að líta til þess hvernig veið metum jöfn laun fyrir jafn verð­mæt störf. Störfin geta verið ólík en þau geta verið jafn verð­mæt.“

„Hér er lykil­at­riði að það er mikil­vægt að við­miðin séu rýnd með til­liti til kynja­sjónar­miða til að fyrir­byggja að karl­lægum þáttum sé um­bunað um­fram þætti sem ein­kenna kvenna­störf og öfugt. Þetta er inn­prentað í okkur og þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því að falla ekki í gryfju,“ segir Heiður.