Það er gefandi og mikil vinna fram undan hjá dóm­nefnd. Það sagði enginn að þetta ætti að vera auð­velt, að velja þrjár konur til að heiðra á Viður­kenningar­há­tíð FKA í janúar,“ segir Andrea Róberts­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu (FKA). Fé­lagið mun halda ár­lega viður­kenningar­há­tíð sína í janúar þrátt fyrir það á­stand sem ríkir í sam­fé­laginu vegna kóróna­veirufar­aldursins. „Há­tíðin verður í takt við nýja tíma og fundin leið til tjúna í jafn­réttinu með hressandi hætti án þess að gefa af­slátt af sótt­vörnum,“ segir Andrea.

Andrea segir niður­talningu í há­tíðina hafna og undir­búning kominn á fullt. „Það er ó­mögu­legt að segja hvernig fram­lína ís­lensks við­skipta­lífs og fé­lags­konur FKA koma til með að fagna með viður­kenningar­höfum í janúar 2021, en það verður gert með stæl,“ segir hún. „Þetta hef ég aldrei gert áður, þess vegna veit ég að ég get það!“ eru orð Línu lang­sokks sem ég nota ó­spart á tímum CO­VID, því það er svo margt sem er að breytast og þróunin hröð,“ bætir Andrea við.

Á há­tíðinni eru veittar viður­kenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í at­vinnu­lífinu hvatning og fyrir­mynd. Á síðasta ári hlaut Guð­björg Heiða Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Marel á Ís­landi, heiðursviður­kenningu FKA og Anna Stefáns­dóttir, hlaut þakkar­viður­kenningu fyrir eftir­tektar­vert ævi­starf í heil­brigðis­málum. Þá hlaut Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir hvatningar­verð­laun FKA fyrir at­hyglis­vert frum­kvæði í at­vinnu­lífinu.

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.
Fréttablaðið/Eyþór

Fjölbreyttar fyrirmyndir mikilvægar

Andrea segir mikil­vægt fyrir konur að hafa fjöl­breyttar fyrir­myndir til að máta sig við. „Að draga fram konur sem hafa verið öðrum hvatning og fyrir­mynd er mjög mikil­vægt,“ segir hún og bætir við að fyrir­myndir geti verið hver sem er og komið hvaðan sem er. „Þú sérð að Sara Björk er geggjuð í fullt af hlutum, meðal annars fót­bolta og þó svo að ég eigi bara eina silfur­medalíu af Ís­lands­meistara­móti í fót­bolta, innan­húss og á síðustu öld, þá er hún samt mín fyrir­mynd,“ segir Andrea.

Opnað verður fyrir til­nefningar síðar í vikunni en hægt er að senda inn til­nefningar á heima­síðu FKA. Dóm­nefndin, sem skipuð er sjö ein­stak­lingum úr við­skipta­lífinu, mun fara yfir og meta þær til­nefningar sem berast og velja þær konur sem hljóta viður­kenningar í janúar. „Fé­lag kvenna í at­vinnu­lífinu, FKA, er hreyfi­afl, sýni­leiki og tengsla­net og það er ná­kvæm­lega það sem höndlað er með á ár­legri Viður­kenningar­há­tíð FKA. Þar eru konur úr at­vinnu­lífinu heiðraðar og kastaranum er beint að fyrir­myndum og fjöl­breyti­leika,“ segir Andrea.

Dómnefnd 2021:

  • Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona FKA, lögmaður og eigandi LOCAL lögmenn / Formaður dómnefndar.
  • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri.
  • Hilmar Garðar Hjaltason, Vinn-vinn / ráðgjöf, ráðning stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga.
  • Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR og situr í stjórn Orku náttúrunnar.
  • Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbanka.
  • Nökkvi Fjalar Orrason, stofnandi og eigandi SWIPE og podify.
  • Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest.
Mynd/Aðsend