Nafn höfuð­borgarinnar Astana í Kasakstan mun heyra sögunni til eftir á­kvörðun sem tekin var þar í landi tók í dag. Nur­sultan er nú höfuð­borg Kasakstan, nefnd eftir for­seta landsins til þriggja ára­tuga, Nur­sultan Nasar­ba­jev, sem lét af em­bætti í gær. 

Hinn 78 ára Nasarbajev er dýrkaður og dáður í heima­landi sínu sem hann hefur stýrt frá því að Kasakstan til­heyrði Sovét­ríkjunum sálugu. Eftir að hann til­kynnti af­sögn var greint frá því að for­seti efri deildar þingsins, Kassym-Jomart Toka­jev, tæki við em­bættinu út kjör­tíma­bilið hið minnsta. 

Arf­taki Toka­jevs sem þing­for­seti efri deildar er Dariga Nasar­ba­jeva, dóttir Nur­sultan Nasar­ba­jevs. Þar með er hún talin lík­legur arf­taki em­bættisins af föður sínum þegar kjör­tíma­bilinu lýkur. Nur­sultan mun á­fram sitja í öryggis­ráði ríkisins og þá heldur hann titlinum „þjóðar­leið­toginn“. 

Eftir að Kasakar hlutu sjálf­­stæði árið 1991 varð mikill efna­hags­­vöxtur í landinu einkum vegna olíu­­fram­­leiðslu. Nasar­ba­jev hefur farið fyrir efna­hags­­legu um­­bótunum en hann er af mörgum sagður hafa neitað að líta til lýð­ræðis­­legra um­­bóta í landinu á sama tíma sem sést kannski best á tíma hans í em­bætti og em­bættis­á­­kvörðunum á borð við þær að sparka heilli ríkis­­stjórn.