Lögreglan telur ekki ástæðu til frekari skipta af vefsíðunni hluthafi.com. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi á Fréttablaðið

„Við erum búnir að skoða þessa síðu og teljum ekki ástæðu til frekari afskipta lögreglu af henni,“ segir Steinarr Kristján Ómarsson lögreglufulltrúi í samtali við Fréttablaðið.

Friðrik Atli Guðmundsson, ábyrgð­ar­maður vef­síð­unnar um stofnun nýs flugfélags, sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af rannsókn lögreglu fyrr í dag og kallaði málið hlægilegt.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í dag að Netafbrotadeild lögreglunnar væri komin í málið og að vefsíðan væri í skoðun hjá þeim. Þar áður hafði Fjármálaeftirlitið krafist þess að vefnum hluthafi.com væri lokað í kjölfar athugunar þeirra á hlutafjárútboði sem auglýst var á vefsíðunni. Fjármálaeftirlitið taldi þá ekki fara eftir lögum verðbréfaviðskipta. Í kjölfarið breyttu forsvarsmenn söfnunarinnar fyrirkomulaginu úr almennu útboði verðbréfa yfir í hlutaskírteini í einkafélagi sem fellur ekki undir sömu lög.