Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir fjöldi innlagna á Landspítalann vegna COVID-19 vera áhyggjuefni en telur þó ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða. Þetta sagði hann á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Stór hluti smita síðustu daga hafa greinst í sóttkví, samfélagssmit ganga hægt niður og toppnum verður náð á næstu dögum að sögn Þórólfs. Hann telur því ekki nauðsynlegt að valda miklum samfélagslegum skaða með því að grípa til mjög harðra aðgerða.

„Við þurfum að vera undir það búin. Við þurfum að hvetja alla til að fara eftir þeim sóttvarnaráðstöfun sem við höfum verið að hvetja til undanfarið og það er líklegt að við þurfum að viðhafa þessar varúðarráðstafanir sem við höfum verið að hamra á og biðja fólk um að viðhafa næstu mánuðina,“ segir Þórólfur og ítrekar að ekki sé tilefni til að slaka á og hvetur fólk til að vera á varðbergi. Alma Möller landlæknir tekur undir með því.

„Þetta er alls ekki búið og og við þurfum að nýta okkur það sem við höfum náð fram fram að þessu.“