Ekki hef­ur ver­ið tek­in á­kvörð­un af hálf­u frétt­a­mann­a RÚV hvort kæra verð­ur lögð fram gegn „skær­u­lið­a­deild“ Sam­herj­a vegn­a að­gerð­a henn­ar sem fjall­að var um í Kjarn­an­um og Stund­inn­i í gær.

Kjarn­inn og Stund­in birt­u í gær frétt­ir sem unn­ar voru upp úr tölv­u­póst­sam­skipt­um sem lek­ið var til þeirr­a. Frétt­irn­ar vörp­uð­u ljós­i á svo­kall­að­a „skær­u­lið­a­deild“ á snær­um Sam­herj­a, sem hef­ur haft það verk­efn­i að koma ó­orð­i á blað­a­menn sem fjall­að hafa um út­gerð­ar­fé­lag­ið með nei­kvæð­um hætt­i, eft­ir upp­ljóstr­an­ir um meint­ar mút­u­greiðsl­ur Sam­herj­a til em­bætt­is­mann­a í Nam­ib­í­u árið 2019.

Rit­stýrð­u skoð­an­a­pistl­um

Í skil­a­boð­un­um kem­ur fram að Þor­björn Þórð­ar­son og Arna Bryn­dís McClu­re Bald­vins­dótt­ir, al­mann­a­teng­ill og lög­fræð­ing­ur „skær­u­lið­a­deild­ar­inn­ar“, hafi skrif­að og rit­stýrt fjöld­a skoð­an­a­­pistl­a sem birt­ir hafa ver­ið und­ir nafn­i Páls Stein­gríms­son­ar, skip­stjór­a hjá Sam­herj­a. Þá hafi þau stýrt um­mæl­um und­ir hans nafn­i á sam­fé­lags­miðl­um þar sem gagn­rýn­end­um Sam­herj­a er svar­að og leit­ast við að drag­a heið­ar­leik­a þeirr­a í efa.

Þor­björn Þórð­ar­son starf­að­i sem frétt­a­mað­ur hjá Stöð 2 áður en hann hóf störf fyr­ir Sam­herj­a.
Fréttablaðið/Stefán

Helg­i Selj­an, sem hef­ur ver­ið einn helst­i skot­spónn Sam­herj­a síð­an hann stýrð­i þætt­i Kveiks um við­skipt­i Sam­herj­a í Nam­ib­í­u, sagð­ist ekki vera að í­hug­a kæru. Þóra Arnórs­dótt­ir, rit­stjór­i Kveiks, sagð­i að ekk­ert slíkt lægi fyr­ir og að tíma þyrft­i til að melt­a upp­lýs­ing­arn­ar. Sam­herj­i hef­ur hins veg­ar lagt fram kæru vegn­a þjófn­að­ar á gögn­un­um sem not­uð voru við vinnsl­u frétt­ann­a.