Ráðningar­styrkir um 7.000 manns renna brátt út og ó­víst er hvort úr­ræðið verði fram­lengt. Vinnu­mála­stofnun segist ekki óttast að hol­skefla fólks komi aftur inn á skrá þótt það verði ekki fram­lengt.

„Enn hefur ekki verið tekin á­kvörðun um hvort gildis­tími úr­ræðisins verður fram­lengdur en verið er að safna gögnum og meta málið áður en á­kvörðun verður tekin um fram­haldið,“ segir Grétar Sveinn Theó­dórs­son, upp­lýsinga­full­trúi fé­lags­mála­ráðu­neytisins en fundað var með Unni Sverris­dóttur, for­stjóra Vinnu­mála­stofnunar, í gær.

Í á­takinu Hefjum störf var slakað veru­lega á reglum um ráðningar­styrki til þess að koma fólki af at­vinnu­leysis­skrá. Hjá þeim sem höfðu verið á skrá í sex mánuði eru greidd 100 prósent af at­vinnu­leysis­bótum í styrk og 50 prósent hjá þeim sem höfðu verið í skemur en sex mánuði.

„Við sjáum ekki merki þess að fólk sé að streyma til baka á skrá,“ segir Unnur en þó sé erfitt að meta árangurinn núna. Hún segir Vinnu­mála­stofnun ekki hafa tekið af­stöðu til þess hvort mælst verði til þess að úr­ræðið verði fram­lengt.

Unnur segir stofnunina undir­búna undir verstu sviðs­myndina, en nú eru þegar um 10 þúsund manns á at­vinnu­leysis­skrá eða tæp­lega 5 prósent sem er sama hlut­fall og fyrir far­aldur. Hún á hins vegar ekki von á henni. „Mér sýnist að sótt­varna­að­gerðir stjórn­valda séu ekki það í­þyngjandi að þær hafi veru­leg á­hrif á at­vinnu­lífið,“ segir hún.