Þjóð­há­tíð í Eyjum hefur verið af­lýst og fer ekki fram með neinum hætti í ár. Frá því er greint á vef þjóð­há­tíðar.

Um verslunar­manna­helgina fór fram brekku­söngur og tón­leikar í Dalnum og til­kynnt hafði verið að á­form væru um að hafa há­tíðina seinna í ágúst eða haust. Í vikunni var svo til­kynnt að sótt­varna­tak­markanir yrðu fram­lengdar um tvær vikur í við­bót og segir í til­kynningu að í ljósi þess sé Þjóð­há­tíð af­lýst í ár.

Þar segir enn fremur að af­staða til miða­kaupa sé þegar hafin inn á mínum síðum á dalurinn.is.