Jón Karl Ólafs­son var í kvöld endur­kjörin for­maður Varðar -full­trúa­ráðs sjálf­stæðis­fé­laganna í Reykja­vík á aðal­fundi full­trúa­ráðsins. Í til­kynningu frá flokknum segir að auk hans hafi þau Elín Engil­berts­dóttir, Einar Sigurðs­son, Einar Hjálmar Jóns­son, Matt­hildur Skúla­dóttir, Rúna Mal­mquist, Sigurður Helgi Birgis­son og Þórarinn Stefáns­son verið kjörin í stjórn Varðar.

Full­trúa­ráðið tekur á­kvörðun um hvaða að­ferð verður notuð um röðun á lista fyrir al­þingis­kosningar. Greint var frá því í Frétta­blaðinu í dag að þótt ekki liggi fyrir hvernig raðað verði á lista í Reykja­vík sé nánast ó­hugsandi að upp­stilling verði fyrir valinu og ráð­herrunum tveimur stillt upp í odd­vita­sætum hvorum í sínu kjör­dæminu. Mikil próf­kjörs­hefð er í flokknum og próf­kjörs­reglur nokkuð vel mótaðar.

Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra hefur haft mikil ítök í innra starfi flokksins í Reykja­vík undan­farinn ára­tug og stjórn Varðar verið skipuð fólki sem verið hefur honum hlið­hollt. Af þeim fram­bjóð­endum sem nú voru í kjöri er ljóst að stuðnings­menn Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur hafa viljað freista þess að auka sín á­hrif í flokks­starfinu í Reykja­vík.

Ás­laug og Guð­laugur munu keppast um for­ystu flokksins í Reykja­vík í að­draganda al­þingis­kosninga en það er full­trúa­ráðið sem tekur á­kvörðun um hvernig valið verður á lista flokksins og hve­nær valið fer fram.

Stuðnings­fólk Ás­laugar virðist hins vegar ekki hafa átt upp á pall­borðið á ný­loknum aðal­fundi Varðar. Þannig náðu hvorki Ólöf Skafta­dóttir, fyrr­verandi rit­stjóri Frétta­blaðsins, né Anna Hrefna Ingi­mundar­dóttir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífsins, kjöri í stjórnina en þær eru báðar hlið­hollar Ás­laugu Örnu.