Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir ekkert því til fyrir­stöðu að taka fleiri sýni vegna Co­vid-19 eftir að fleiri sýna­tökupinnar fundust. Starfs­menn á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítalans fundu ó­væntan lager með um sex þúsund pinnum í dag.

Á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna nú eftir há­degi var Þór­ólfur spurður hvort þetta myndi þýða að aukinn kraftur yrði settur í sýna­tökur. Þór­ólfur úti­lokaði það ekki en benti á að við værum að taka mjög mörg sýni miðað við aðrar þjóðir.

„Það er ekkert því til fyrir­stöðu að taka sýni frá ein­stak­lingum með ein­kenni,“ sagði hann og benti á að Ís­lensk erfða­greining hefði verið að taka sýni frá fólki sem sýnir ekki endi­lega ein­kenni Co­vid-19. Sagðist hann reikna með að Ís­lensk erfða­greining gæti gefið í og framkvæmt fleiri sýnatökur.

Þór­ólfur sagði þó að alltaf væru tak­mörk fyrir því hversu mörg sýni sé hægt að taka. Benti hann á að mikið álag hefði verið á fólki sem sinnir sýna­tökum. „Við erum að gera mjög vel eins og staðan er núna,“ sagði hann.