Enn hefur ekkert spurst til Ævars Annels Val­garðs­sonar, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segir málinu hafi miðað lítið áfram síðan í gær.

„Okkur hafa borist einhverjar vísbendingar en enginn þeirra hefur leitt okkar til hans. Lögreglan lýsir enn þá eftir honum og við skorum á hann að gefa sig fram sem allra fyrst. Við þurfum að tala við hann."

Síðast­liðinn sunnu­dag birti karl­maður mynd­band á Face­book síðu sinni þar sem hann sést ganga í skrokk á Ævari. Eins og greint hefur verið frá hand­tók lög­regla manninn fyrr í vikunni vegna mynd­bandsins en honum var sleppt eftir yfir­­­heyrslu, hann var síðan hand­tekinn á ný í fimmtudaginn.

Ásgeir vildi ekki gefa upp hvers vegna lögreglan leiti Ævars, né hvort að leitin tengist atburðinum síðustu helgi.

Ævar er 20 ára gamall, 174 sm á hæð, grann­vaxinn og með dökkt hár. Þeir sem geta gefið upp­­­lýsingar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er niður­­kominn, eru vin­­sam­­legast beðnir um að hafa tafar­­laust sam­band við lög­­regluna í síma 112.