Ekkert kórónaveirusmit greindist hér á landi síðasta sólar­hringinn en síðustu smit greindust á mið­viku­­dag þegar þau voru tvö talsins.

Einungis einn einstaklingur er nú á sjúkrahúsi og hefur einn verið útskrifaður frá því að síðast var greint frá tölum í gær. Sjúklingurinn er ekki á gjörgæslu.

15 virk smit eru nú á landinu og hafa alls 1.776 einstaklingar náð bata. 697 eru í sóttkví og hefur þeim fjölgað um 133 frá því gær. Alls hafa hafa 19.701 lokið sóttkví.

Heildarfjöldi staðfestra smita er enn 1.801.

558 sýni voru rannsökuð síðasta sólarhringinn, þar af 131 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 447 hjá Íslenskri erfðagreiningu.