Engin COVID-19 smit hafa greinst inn­an­lands frá því að töl­ur á vef al­mann­a­varn­a co­vid.is voru síð­ast upp­færð­ar á mán­u­dag­inn. Vef­ur­inn er nú upp­færð­ur tvisvar í viku, mán­u­dag­a og fimmt­u­dag­a.

Síð­ast greind­ust COVID-19 smit inn­an­lands fyr­ir tíu dög­um.

Frá mán­u­deg­in­um hafa fimm greinst með virkt smit á land­a­mær­un­um, átta með mót­efn­i og einn bíð­ur nið­ur­stöð­u mót­efn­a­mæl­ing­ar.

Einn er á sjúkr­a­hús­i líkt og á mán­u­dag­inn, 12 í ein­angr­un og fækk­ar um þrjá og 78 í sótt­kví en voru 41. Þá eru 1.325 í skim­un­ar­sótt­kví en voru 1.544.

Ný­geng­i inn­an­lands­smit­a er nú 1,6 en var 2,7 á mán­u­dag­inn. Ný­gegn­i smit­a á land­a­mær­un­um er 3,8 en var 1,9 á mán­u­dag­inn.

Þá eru 166.490 manns full­ból­u­sett og ból­u­setn­ing haf­in hjá 83.994 til við­bót­ar.

Frétt­in hefur verið upp­færð.