Í gær greindust engin COVID-19 smit innalands, sjötta daginn í röð. Eitt virkt smit greindistst á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælinga með eitt til viðbótar. Þau voru engin í fyrradag.

Alls voru tekin 495 sýni innanlands í gær og 488 á landamærunum.

Tíu eru í einangrun vegna COVID-19 og jafn margir eru í sóttkví. Sjö eru á sjúkrahúsi.

Nýgengi innanlandssmita er 0,3 en var 0,5 í gær. Nýgengi landamærasmita er nú 3,0 en var 2,5 í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.