Þrjú smit greindust við landamærin í gær, beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu til að greina hvort um ræðir virk eða óvirk smit.

Ekk­ert smit hef­ur greinst inn­an­lands frá 3. júlí.

Í gær voru tekin 2.118 sýni við landamærin og 31 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

15 einstaklingar eru nú í einangrun og fækkar þeim um 6 á milli daga. 77 eru í sóttkví en enginn er inniliggjandi á sjúkrahúsi.

Alls hafa 1.900 smit verið greind hér á landi frá byrjun faraldursins. Tæplega 68.000 sýni hafa verið tekin innanlands og um 35.000 við landamæri.