Enginn greindist með COVID-19 innanlands fjórða daginn í röð.
Einn farþegi greindist við landamærin í gær en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar.
425 sýni voru tekin innanlands í gær en aðeins 151 á landamærum.
15 einstaklingar eru með virkt smit og í einangrun og í 20 sóttkví.
Rúmlega tólf þúsund fullbólusett
Enginn sjúklingur er inniliggjandi með virkt Covid-19 smit á á Landspítala en átta eru á Covid-göngudeildinni sem hafa lokið einangrun. Enginn er á gjörgæslu
Sautján einstaklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar en ekkert barn.
Vel hefur gengið að bólusetja hér á landi síðustu daga en alls eru nú 12.376 einstaklingar fullbólusettir hér á landi og 6.699 hafa fengið fyrri sprautuna. Stefnt var á að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga í þessari viku.
Upplýsingafundur Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis fer fram klukkan ellefu í dag.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni.
Fréttin hefur verið uppfærð.