Ekkert smit greindist á Arctic Circ­le ráð­stefnunni, Þingi Hring­borðs Norður­slóða, sem haldin var í Hörpu í síðustu viku. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Arctic Circ­le.

Rúm­lega 1400 manns frá 50 löndum sóttu ráð­stefnuna sem er fyrsta al­þjóð­lega ráð­stefnan sem haldin hefur verið í Evrópu frá upp­hafi Co­vid far­aldursins.

Allir þátt­tak­endur þurftu að fram­vísa vott­orði um nei­kvætt Co­vid próf sem mátti ekki vera eldra en 48 klukku­stunda eða gangast undir hrað­próf í bíla­kjallara Hörpu áður en þeim var hleypt inn á þing­svæðið í Hörpunni. Enginn þátt­tak­enda reyndist þó smitaður.

Þingið stóð yfir í þrjá daga og því þurftu þeir sem sóttu alla dagana að fara tvisvar sinnum í hrað­próf. Þegar þátt­tak­endur gátu fram­vísað nei­kvæðu prófi fengu þeir arm­bönd í mis­munandi lit eftir dögum sem gerðu þeim kleift að komast inn á þing­svæðið.

Í til­kynningu frá ráð­stefnunni segir að „Arctic Circ­le er bæði stolt og á­nægt yfir þeim árangri og þakkar heil­brigðis­ráðu­neytinu og starfs­fólki Hörpu og co­vid­test.is gott og árangurs­ríkt sam­starf.“