Langar bílaraðir hafa myndast út úr út­hverfunum höfuð­borgar­svæðisins inn að mið­bænum nú í morgun og gengur um­ferðin afar hægt.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu er ekki um neitt slys að ræða heldur að­eins um morgun­um­ferðin sem fylgir haustinu eftir að skólarnir byrjuðu fyrr í vikunni og fólk komið aftur til vinnu eftir sumar­frí. Það má því segja að þessi dæmi­gerða haust­um­ferð sé hafin á ný.

„Ég geri ráð fyrir að þetta sé bara um­ferðin farin að þyngjast út af skólunum og fleira,“ segir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í sam­tali við Frétta­blaðið.

Mynd úr umferðinni í morgun.
Mynd/Aðsend

Takið því rólega

Líkt og Fréttablaðið hefur áður greint frá ráðleggur lögreglan að ökumenn taki því rólega og gefi sér meiri tíma þegar nær dregur hausti og aukinni umferð.

Þar sem öll stig skóla eru hafin tekur lengri tíma núna að fara á milli staða, úr og í vinnu á álagstíma. Það sem í dugðu tíu til fimmtán mínútur í sumar, þarf að gefa sér tuttugu til þrjátíu mínútur í núna.