Foreldrum barna í Kársnesskóla og starfsmenn fengu póst frá Björgu Baldursdóttur skólastjóra skólans í gærkvöldi, þess efnis að skólahald myndi falla niður í dag.

„Eins og væntanlega flestir hafa orðið varir við höfuð við hér í vesturbænum svo sannarlega orðið vör við aukningu smita vegna covid-19 í samfélaginu.“

Björg segir að þeir sem þurfa að fara í sóttkví hafa nú þegar fengið boð um það. en vegna fjölda smita nemenda og kennara í skólanum síðustu daga hefur verið ákveðið að fella niður allt skóla í dag.

Þá segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við almannavarnir og yfirvöld í Kópavogi. Þetta sé gert til að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar innan skólans og til þess að geta náð betur utan um smitrakningu.

Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að fara í PCR próf um helgina.