Kol­beinn Óttars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, segir ekkert sam­komu­lag vera um stöðu RÚV á aug­lýsinga­markaði milli stjórnar­flokkanna en Páll Magnús­son, for­maður alls­herjar- og mennta­mála­nefndar, sagði í kvöld­fréttum Stöðvar 2 að farið væri að síga á seinni hlutann á málinu.

Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra sagði í við­tali í Víg­línunni í gær að stjórnar­flokkarnir hafi komist að á­kveðnu sam­komu­lagi. Í frum­varpinu, sem Lilja lagði fram síðast­liðinn desember, felast til­lögur um endur­greiðslu allt að á­tján prósenta af rekstrar­kostnaði fjöl­miðla og heimild fyrir stuðningi upp á fjögur prósent af launa­kostnaði

„Tölu­vert hefur verið rætt undan­farið um að eitt­hvað sam­komu­lag sé á milli stjórnar­flokkanna um RÚV og stöðu þess á aug­lýsinga­markaði. Svo er ekki,“ segir Kol­beinn í færslu sinni á Face­book. „Ég hef verið kýr­skýr með það af minni hálfu að frum­varp um stuðning við einka­rekna fjöl­miðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkis­fjöl­miðillinn sé ekki skipti­mynt í því máli.“

Páll tók undir það að ekkert form­legt sam­komu­lag væri meðal flokkanna um út­færslu frum­varpsins og telur það ljóst að ekki verði tekið á vanda einka­rekinna fjöl­miðla án þess að rætt sé um tak­markanir á aug­lýsinga­markaði. „Það er eigin­lega tómt mál að tala um stöðu einka­rekinna fjöl­miðla án þess að taka það með í reikninginn,“ sagði Páll.

Frum­varpið var sam­þykkt af bæði ríkis­stjórninni og þing­flokkum ríkis­stjórnarinnar og sagðist Lilja ekki hafa á­hyggjur af málinu. Þrír þing­menn Sjálf­stæðis­flokksin­s­lögðu þó fram frum­varp í kjöl­farið til að á­rétta að þeir væru ó­sáttir við þær leiðir sem Lilja hugðist fara.

Að sögn Páls liggur ekki fyrir hve­nær málið verði tekið fyrir til annarrar um­ræðu á þinginu en telur að reynt verði á það á næstu vikum. „Hvort þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ sagði Páll.