Ekkert nýtt kórónaveirusmit greindist hér á landi síðasta sólarhringinn. Er nú liðin vika frá því að síðast var greint frá smiti.

Virk smit eru tvö talsins en alls hafa 1.794 náð bata.

538 sýni voru rannsökuð síðasta sólarhringinn, þar af 98 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 440 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Þeim sem eru í sótt­kví fjölg­ar á milli daga en alls eru nú 1.043 einstaklingar í sóttkví. 21.092 einstaklingar hafa lokið við sóttkví frá því byrjun faraldursins.