Sig­ríður Á. Ander­sen, frá­farandi þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir engar laga­legar eða læknis­fræði­legar á­stæður renna stoðum undir nú­verandi sótt­varna­ráð­stafanir.

Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, sam­þykkti til­lögu sótt­varna­læknis í gær um að fram­lengja gildandi sótt­varna­ráð­stafanir vegna far­aldurs co­vid-19 til 20. októ­ber.

„Það er ekkert þannig neyðar­á­stand í gangi sem rétt­lætir að menn séu beita á­kvæði í sótt­varnar­lögum sem heimilar sótt­varna­lækni, og heil­brigðis­ráð­herra að til­lögu hans, að gefa út reglu­gerð um þessar að­gerðir,“ segir Sig­ríður og bætir við að að­gerðirnar séu sýndar­mennska.

Hún segir að­gerðirnar hafa slæm á­hrif á and­lega heilsu þjóðarinnar og að til­mælin hjálpi ekki fólki að komast aftur á rétt ról.

„Það eru 1500 manns í sótt­kví hérna. Í sótt­kví. Hún er náttúru­lega al­gjör­lega til­gangs­laus þessi sótt­kví. Það kemur að því að fólk hættir að hlusta á svona,“ segir Sig­ríður og í­trekar að reglurnar hafa ekki laga­stoð.

„Þetta er komið á grátt svæði því sótt­varnar­lögin heimila til­teknar að­gerðir við til­teknar að­stæður en þessar að­stæður eru ekki til staðar í dag.“

„Búið að halda fram röngum upp­lýsingum að Ís­lendingum“

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis til heil­brigðis­ráð­herra segir að þróun far­ald­urs­ins sé rak­in frá því að öll­um op­in­ber­um sótt­varna­að­gerðum hér á landi hafi verið af­létt 26. júní síðast­liðinn og slakað á sýna­tök­um hjá far­þegum á landa­­mær­un­um.

Sig­ríður segir hins vegar landa­mæra­eftir­litið vera hafa hvað mest á­hrif á ís­lenskt efna­hags­líf.

„Þetta landa­mæra­eftir­lit er enn eina sýndar­mennskan og tekur mestan toll af efna­hags­lífinu. Það er liggur fyrir að menn koma ekki hingað til lands sem þurfa að fara í ein­hverjar skimanir við inn­göngu,“ segir Sig­ríður.

„Svo er búið að halda fram röngum upp­lýsingum að Ís­lendingum um að þeir þurfi að fara lögum sam­kvæmt í ein­hverjar skimanir er­lendis. Það reyndist síðan bara rangt en þessu var samt haldið fram af fólki og fólk eyddi tíma, miklum peningum og ein­hverri angist við að upp­fylla þessar kröfur. Það var engin laga­heimild fyrir þessu,“ segir Sig­ríður.

„Verða að láta af þessari þrá­hyggju“

„Það nýjasta er að fara senda þúsundir barna í ein­hver hrað­próf og skimanir til að fá að komast á skóla­böll. Menn bara verða að fara komast út úr þessu. Þeir verða að láta af þessari þrá­hyggju. Þetta er bara þrá­hyggja,“ segir Sig­ríður og bætir við að sótt­kví og skimun séu í­þyngjandi læknis­fræði­leg inn­grip.

„Það er bara fullt fólki sem vill ekki láta poti upp í nefið á sér og það er talað um þetta hérna eins og þetta sé ekkert mál en þetta er bara mjög mikil mál fyrir marga. Svo hefur þetta ekki bara bein á­hrif heldur hefur þetta miklu djúp­stæðari and­leg á­hrif á fólk,“ segir Sig­ríður.

„Það er bara ekki hægt að senda 1500 manns í sótt­kví því það fundust sex börn smituð á Akur­eyri sem eru ekki einu sinni veik.“