Borgar­stjórn sam­þykkti í dag að vísa til­lögu borgar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokksins um mótun geð­heil­brigðis­stefnu til vel­ferðar­ráðs til úr­vinnslu

„Þetta er á­kaf­lega gleði­legt því það er ekkert mikil­vægara en að opna um­ræðuna um geð­heil­brigðis­mál og geð­heil­brigði innan borgar­kerfisins,“ segir Val­gerður Sigurðar­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, en til­lagan er frá henni komin.

Hún segir að hún hafi í ræðu sinni í borgar­stjórn einnig lagt á­herslu á að innan borgar­kerfisins vanti ein­hvers konar regn­hlíf fyrir geð­heil­brigðis­málin.

„Reykja­víkur­borg er að gera mjög margt gott en það vantar regn­hlífina yfir svo að hægt sé að sjá hvað skóla- og frí­stunda­svið er að gera og vel­ferðar­svið og þessi stefna er hugsuð sem regn­hlíf yfir það og til að betr­um­bæta það sem fyrir er,“ segir Val­gerður í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hún segir að núna taki vel­ferðar­ráð við til­lögunni og taki hana til með­ferðar og um­ræðu og greinir þörfina.

„Mikil­vægt er að Reykja­víkur­borg hafi skýra stefnu­mótun og sé leiðandi í því að allir í­búar sveitar­fé­lagsins setji geð­heilsuna í for­gang. Þrengri fé­lags­leg staða vegna CO­VID hefur gert það enn brýnna en ella,“ sagði Val­gerður á fundi borgar­stjórnar í dag.

Stefnan tekur á geð­rækt, for­vörnum og annarri þjónustu í geð­heil­brigðis­málum, til úr­vinnslu vel­ferðar­ráðs og með henni yrði Reykja­víkur­borg fyrst sveitar­fé­laga hér­lendis til að móta stefnu í þessum mála­flokki.

Fram kemur í greinar­gerð sem fylgir til­lögunni að ekkert sveitar­fé­lag á landinu hafi mótað sér stefnu þegar kemur að geð­heil­brigðis­málum.

„Stjórn­sýslu­stigin tvö skipta með sér þjónustu við íbúa. Um­fang þjónustu ríkisins nemur 73% af heildar­út­gjöldum hins opin­bera en um­fang sveitar­fé­laga er 27%. Þegar kemur að geð­heil­brigðis­málum er ó­ljóst hvert hlut­fallið er en þó má ætla að megin þorri opin­bers kostnaðar falli til hjá ríkinu. Engu að síður er það á á­byrgð sveitar­fé­laga að haga sinni sam­fé­lags­upp­byggingu, s.s. þáttum sem snúa að skipu­lagi og menntun með þeim hætti að best sé stuðlað að heil­brigði, þ.m.t. geð­heil­brigði.“

Hægt er að kynna sér málið betur hér.