Guð­mundur Úlfar Jóns­son, for­maður Fé­lags flug­virkja, segir að ekkert miði í kjara­bar­áttu fé­lagsins. Fé­lagið hefur verið í verk­falli frá því 5. nóvember og fundaði með samnings­aðilum í gær hjá ríkis­sátta­semjara.

„Staðan er nokkuð ó­breytt,“ segir Guð­mundur Úlfar sem segir að ekki hafi orðið miklar breytingar eftir fund þeirra í gær með samnings­aðilum. Hann segir að engir fundir séu bókaðir á næstunni og að við­ræður hafi ekki þokast í rétta átt.

Guð­mundur segir að við­ræður strandi á samnings­forminu. Hann hafi hingað til verið sér­sniðinn að starfi flug­virkja en nú sé verið að reyna að breyta honum þannig hann falli að öðrum ríkis­kjara­samningum.

„Hann er mjög ó­líkur og ekki sniðinn að at­vinnu­um­hverfi flug­virkja, sá samningur,“ segir Guð­mundur Úlfar.

Vegna verk­fallsins stefnir í að Land­helgis­gæslan verði þyrlu­laus á fimmtu­dag og föstu­dag, í það minnsta, vegna við­halds einu starf­hæfu þyrlunnar. Upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar sagði í við­tali við Frétta­blaðið í gær að staðan væri graf­alvar­leg.