Í dag má gera ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt, 5 til 13 m/s, en 10 til 18 m/s seinnipartinn norðvestantil og einnig austantil í kvöld.

Rigning með köflum, en sumsstaðar slydda norðvestanlands og úrkomulítið á Norðausturlandi. Talsverð rigning um suðaustanvert landið síðdegis. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast austanlands.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að skammt vestur af Reykjanesi sé 991 mb lægð og 600 km suður af Dyrhólaey er 992 mb lægð sem kemur upp að Suðausturlandi í kvöld og svo kemur sú þriðja að Austfjörðum annað kvöld.

Það verður því ekkert lát á lægðum í dag og á morgun, og eins og gefur að skilja verður vindur nokkuð breytilegur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum, en líkur á rigningu við NA-ströndina um kvöldið. Hiti 2 til 7 stig að deginum.

Á föstudag:
Snýst í norðlæga átt, 5-10 m/s með rigningu eða slyddu á A-verðu landinu, en hægari og þykknar upp V-til. Hiti 1 til 8 stig.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt og smáskúrir, en léttir víða til N-lands. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn.

Á sunnudag og mánudag:
Norðlæg átt og dálítil rigning öðru hverju.