Ekkert innan­lands­smit greindist í gær á 17. júní, miðað við upp­færðar tölur á upp­lýsinga­vef al­manna­varna. Fimm greindust á landa­mærum, einn með virkt smit í fyrri skimun, einn með mót­efni og er niður­stöðu mót­efna­mælingar beðið hjá þremur.

Eins og fram hefur komið eru tölurnar nú einungis upp­færðar tvisvar í viku, á mánu­dögum og fimmtu­dögum, en ekki á hverjum einasta virka degi eins og var áður. Þær voru upp­færðar í dag þar sem það var frí­dagur í gær.

Ekki greindust smit þann 16. júní, en þrír greindust innan­lands þann 15. júní. 22 manns eru nú í ein­angrun en þeir voru 30 á sunnu­dag. 41 manns eru nú í sótt­kví en þeir voru 57 á sunnu­dag. 1466 manns eru í skimunar­sótt­kví og er einn á sjúkra­húsi vegna CO­VID-19.